Skipulagsnefnd
Dagskrá
1.Yfirlit yfir skipulags- og byggingarmál 2025
Málsnúmer 2601019Vakta málsnúmer
Á árinu 2025 voru haldnir 13 fundir í Skipulagsnefnd með samtals 139 fundarliðum auk fjögurra vinnufunda vegna aðalskipulagsvinnu. Í Skipulagsgátt www.skipulagsgatt.is opnaði Þingeyjarsveit 39 mál og er þeim flestum lokið. Veitt voru 14 framkvæmdaleyfi, 15 byggingarleyfi voru grenndarkynnt, Gerð var ein óveruleg breyting á aðalskipulagi og 6 breytingar á deiliskipulagi þar af 5 óverulegar. Hafin var vinna við tvö ný deiliskipulög. Deiliskipulag ferðamannasvæðis við Aldeyjarfoss, Ingvarafoss og Hrafnabjargafoss í Skjálfandafljóti og deiliskipulag Lauga. Auk þess var auglýst endurskoðað aðalskipulag Þingeyjarsveitar 2024-2044.
Útgefin byggingarleyfi voru 48 og 5 leyfi til niðurrifs og lokaúttektir voru 14.
Vakin er athygli á því að nú er hægt að sækja rafrænt um skipulags og byggingarmál hjá sveitarfélaginu í gegnum þjónustugátt sem finna má á heimasíðu Þingeyjarsveitar.
Útgefin byggingarleyfi voru 48 og 5 leyfi til niðurrifs og lokaúttektir voru 14.
Vakin er athygli á því að nú er hægt að sækja rafrænt um skipulags og byggingarmál hjá sveitarfélaginu í gegnum þjónustugátt sem finna má á heimasíðu Þingeyjarsveitar.
Skipulagsnefnd vekur athygli á því að um er að ræða mikla fjölgun mála og þakkar starfsfólki kynninguna og fyrir þeirra góðu störf á liðnu ári.
2.Aðalskipulag Norðurþings 2025-2045 - Auglýsing tillögu. Umsögn.
Málsnúmer 2512054Vakta málsnúmer
Norðurþing óskar eftir umsögn Þingeyjarsveitar við Aðalskipulag Norðurþings, Auglýsing tillögu, mál nr. 0538/2023 í Skipulagsgátt. Kynningartími er frá 22.12.2025 til 2.2.2026.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við auglýsta tillögu.
3.Aðalskipulag Múlaþings 2025-2045 - Auglýsing tillögu. Umsögn.
Málsnúmer 2512053Vakta málsnúmer
Múlaþing óskar eftir umsögn Þingeyjarsveitar við auglýsta tillögu að Aðalskipulagi Múlaþings 2025-2045, mál nr. 1030/2023 í Skipulagsgátt. Kynningartími er frá 19.12.2025 til 9.2.2026.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við auglýsta tillögu.
4.Þingeyjarsveit - tilkynning um fyrirhugaðar niðurfellingar vega af vegaskrá
Málsnúmer 2511044Vakta málsnúmer
Fyrir skipulagsnefnd liggur afrit af bréfum er varða niðurfellingu vega af vegaskrá. Niðurfellingin gildir um Staðarhólsveg 2 nr. 8798-01. Vaðsvegur nr. 8772-01 uppfyllir skilyrði og verður ekki felldur út úr vegaskrá.
Lagt fram til kynningar.
5.Þingeyjarsveit - tilkynning um fyrirhugaðar niðurfellingar vega af vegaskrá
Málsnúmer 2511044Vakta málsnúmer
Fyrir skipulagsnefnd liggur erindi frá Vegagerðinni um niðurfellingu vega af vegaskrá. Niðurfellingin gildir um Hafralækjaskólaveg nr. 8525-01 og Stóru-Tjarnarveg nr. 8658-01
Í bréfi Vegagerðarinnar dags. 22. desember 2025 er tilkynnt um niðurfellingu ofangreindra vega frá og með áramótum. Svör við athugasemdum nefndarinnar, sem send voru til Vegagerðarinnar 19. desember um skipulag og ástand veganna, hafa ekki borist. Nefndin gerir verulega athugasemd við framkvæmd niðurfellingarinnar og stutts fyrirvara og felur starfsmanni að ýta á eftir svörum svo hægt sé að vinna málið áfram.
6.Ófeigsstaðir - merkjalýsing
Málsnúmer 2511012Vakta málsnúmer
Tekin fyrir umsókn frá Sigurbjörgu Einarsdóttur um stofnun lóðar undir fyrirhugaða dreifistöð að Ófeigsstöðum. Fyrir liggur merkjalýsing. Ekkert deiliskipulag er í gildi á svæðinu.
Skipulagsnefnd samþykkir stofnun lóðarinnar að Ófeigsstöðum og felur byggingarfulltrúa að annast málsmeðferð vegna hennar eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um. Nefndin telur að stofnun lóðarinnar hafi ekki áhrif á búrekstrarskilyrði jarðarinnar, sbr. 6. gr. jarðalaga nr. 81/2004.
7.Langholt - Skógurinn - merkjalýsing
Málsnúmer 2512031Vakta málsnúmer
Gunnar Ingi Jónsson skilar inn merkjalýsingu fyrir viðbót við Langholt úr landi Lauta og Hóla.
Skipulagsnefnd samþykkir afmörkun Langholts og felur byggingarfulltrúa að annast málsmeðferð vegna hennar eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um. Nefndin telur að stofnun lóðarinnar hafi ekki áhrif á búrekstrarskilyrði jarðanna Lauta og Hóla, sbr. 6. gr. jarðalaga nr. 81/2004.
8.Steinkirkja - merkjalýsing afmörkun á landi
Málsnúmer 2601017Vakta málsnúmer
Tekin fyrir umsókn frá Gunnari Halli Ingólfssyni um stofnun lóðar að Steinkirkju. Fyrir liggur merkjalýsing. Ekkert deiliskipulag er í gildi á svæðinu.
Skipulagsnefnd samþykkir stofnun lóðarinnar að Steinkirkju og felur byggingarfulltrúa að annast málsmeðferð vegna hennar eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um. Nefndin telur að stofnun lóðarinnar hafi ekki áhrif á búrekstrarskilyrði jarðarinnar, sbr. 6. gr. jarðalaga nr. 81/2004.
9.Hólmar - afmörkun - merkjalýsing
Málsnúmer 2601018Vakta málsnúmer
Tekin fyrir umsókn frá Hákon Jenssyni f.h. dánarbús Hjördísar Sigríðar Albertsdóttur um afmörkun og stækkun á lóðinni Hólmar F2163055 úr óskiptu landi F2163292 (Vogar 2) og F2163325 (Vogar 4). Ekkert deiliskipulag er í gildi á svæðinu.
Skipulagsnefnd samþykkir afmörkun lóðarinnar Hólma og felur byggingarfulltrúa að annast málsmeðferð vegna hennar eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um. Nefndin telur að stofnun lóðarinnar hafi ekki áhrif á búrekstrarskilyrði jarðarinnar, sbr. 6. gr. jarðalaga nr. 81/2004.
Fundi slitið - kl. 11:00.