Fara í efni

Yfirlit yfir skipulags- og byggingarmál 2025

Málsnúmer 2601019

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 45. fundur - 14.01.2026

Á árinu 2025 voru haldnir 13 fundir í Skipulagsnefnd með samtals 139 fundarliðum auk fjögurra vinnufunda vegna aðalskipulagsvinnu. Í Skipulagsgátt www.skipulagsgatt.is opnaði Þingeyjarsveit 39 mál og er þeim flestum lokið. Veitt voru 14 framkvæmdaleyfi, 15 byggingarleyfi voru grenndarkynnt, Gerð var ein óveruleg breyting á aðalskipulagi og 6 breytingar á deiliskipulagi þar af 5 óverulegar. Hafin var vinna við tvö ný deiliskipulög. Deiliskipulag ferðamannasvæðis við Aldeyjarfoss, Ingvarafoss og Hrafnabjargafoss í Skjálfandafljóti og deiliskipulag Lauga. Auk þess var auglýst endurskoðað aðalskipulag Þingeyjarsveitar 2024-2044.

Útgefin byggingarleyfi voru 48 og 5 leyfi til niðurrifs og lokaúttektir voru 14.

Vakin er athygli á því að nú er hægt að sækja rafrænt um skipulags og byggingarmál hjá sveitarfélaginu í gegnum þjónustugátt sem finna má á heimasíðu Þingeyjarsveitar.
Skipulagsnefnd vekur athygli á því að um er að ræða mikla fjölgun mála og þakkar starfsfólki kynninguna og fyrir þeirra góðu störf á liðnu ári.
Getum við bætt efni þessarar síðu?