Fara í efni

Skipulagsnefnd

44. fundur 10. desember 2025 kl. 09:30 - 12:07 í Gíg
Nefndarmenn
  • Knútur Emil Jónasson
  • Nanna Þórhallsdóttir
  • Haraldur Bóasson
  • Sigurður Guðni Böðvarsson
  • Jóna Björg Hlöðversdóttir
Starfsmenn
  • Rögnvaldur Harðarson
  • Brynja Dögg Ingólfsdóttir
Fundargerð ritaði: Brynja Dögg Ingólfsdóttir
Dagskrá
Náttúruverndarstofnun kom inn á fundinn og kynnti starfsemi sína í Þingeyjarsveit. Mættar voru Dagbjört Jónsdóttir, Hulda María Þorláksdóttir og Stefanía Eir Vignisdóttir.

1.Þingeyjarsveit - tilkynning um fyrirhugaðar niðurfellingar vega af vegaskrá

Málsnúmer 2511044Vakta málsnúmer

Fyrir skipulagsnefnd liggur erindi frá Vegagerðinni um fyrirhugaða niðurfellingu vega af vegaskrá. Niðurfellingin gildir um eftirfarandi vegi - Hlégarðsvegur nr. 8783-01, Selásveg nr. 8764-01, Stórutjarnarskólaveg nr. 8659-01, Stóru-Tjarnarveg nr. 8658-02, Stóru-Tjarnarveg nr. 8658-01, hluta Hjallavegar nr. 8545-01 og Hafralækjaskólavegar nr. 8525-01.

Um er að ræða niðurfellingu vega m.a. að skólum þar sem skilgreint hefur verið þéttbýli í aðalskipulagi.
Skipulagsnefnd gerir athugasemd við niðurfellingu umræddra vega af vegaskrá. Afmörkun þéttbýlanna í aðalskipulagi sýnir stefnu um frekari uppbyggingu á svæðinu og að viðkomandi byggð muni í framtíðinni uppfylla skilgreiningu skipulagslaga um þéttbýli sem er skv. 2. gr. skipulagslaga 28. staflið: "Þéttbýli: Þyrping húsa þar sem búa a.m.k. 50 manns og fjarlægð milli húsa fer að jafnaði ekki yfir 200 metra. Afmarka má þéttbýli með öðrum hætti í aðalskipulagi sveitarfélags."
Til vara mótmælir skipulagsnefnd því að taka við umræddum vegum í því ástandi sem þeir eru. Í bréfum vegna niðurfellingar segir að Vegagerðin hafi sinnt veghaldi þessara vega og fer nefndin fram á að ef komi til þess að sveitarfélagið taki við vegunum þá sjái Vegagerðin til þess að þeir séu lagaðir og þeim komið í gott ástand.
Sveitarfélagið óskar skýringa á því af hverju verið er að ganga í þessi mál á þessum tímapunkti þegar nýtt aðalskipulag er á lokametrunum þar sem afmörkunum þéttbýla er breytt.

2.Framkvæmdir á verndarsvæðum

Málsnúmer 2512016Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að minnisblaði vegna ákvörðunar Skipulagsstofnunar um að vatnsverndarsvæði Mývatns og Laxár sé verndarsvæði i skilningi laga nr. 111/2021 um umhverfismat áætlana og framkvæmda. Skipulagsfulltrúi fór yfir fund með Skipulagsstofnun um málið.
Skipulagsfulltrúa falið að vinna áfram að málinu í samráði við sveitarstjóra.

3.Mývatn og Laxá - endurskoðun stjórnunar- og verndaráætlunar verndarsvæðis

Málsnúmer 2512010Vakta málsnúmer

Náttúruverndarstofnun hefur sent frá sér tillögu að samráðshóp og starfshóp um verkefnið og skulu tilnefningar berast eigi síðar en 15. janúar.
Skipulagsnefnd óskar eftir að þrír aðilar verið tilnefndir af hendi sveitarfélagsins. Skipulagsfulltrúi muni sitja sem starfsmaður sveitarfélagsins og tveir aðilar fyrir hönd Þingeyjarsveitar og sem sérfróðir aðilar um svæðið. Fulltrúar sveitarfélagsins eru tilbúnir að funda með stofnuninni um málið.
Í bréfi Náttúruverndarstofnunar kemur fram að Náttúruverndarstofnun greiði ekki fyrir setu í þessum tveimur hópum. Skipulagsnefnd bendir á að í 9. gr. laga um verndun Laxár og Mývatns kemur fram að kostnaður við framkvæmd laga þessara greiðist úr ríkissjóði. Í samræmi við það óskar sveitarfélagið leiðbeininga um hvert skuli sækja greiðslur vegna fundarsetu í starfshóp sem gert er ráð fyrir að fundi mánaðarlega á meðan á vinnunni stendur.

4.Hverfjall - stjórnunar- og verndaráætlun tilbúin til staðfestingar

Málsnúmer 2512013Vakta málsnúmer

Stjórnunar- og verndaráætlun Hverfjalls er nú tilbúin til staðfestingar ráðherra. Drög að áætlun voru kynnt opinberlega í apríl sl. og frestur gefinn til 18. maí til að senda inn athugasemdir. Aðeins barst ein athugasemd á kynningartíma frá Náttúrufræðistofnun.

Ef sveitarfélagið gerir ekki athugasemdir verður áætlun send umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra til staðfestingar.



Skipulagsnefnd samþykkir útgáfu stjórnunar- og verndaráætlunar Hverfjalls og gerir ekki athugasemd við staðfestingu hennar.

5.Aðalskipulag 2024-2044 - endurskoðun

Málsnúmer 2308006Vakta málsnúmer

Eftir að umsagnartíma lauk bárust tvær umsagnir.

Landsnet óskaði eftir heimild til að senda inn viðbótarumsögn og barst hún þann 20.11.

Veðurstofa Íslands sendi umsögn þann 5.12.
Skipulagsnefnd móttekur innkomnar umsagnir og ákveður að taka þær til greina í ljósi mikilvægis, þrátt fyrir að umsagnarfrestur sé liðinn.

6.Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi umfangsflokkur 2 Kot

Málsnúmer 2512015Vakta málsnúmer

Sótt er um byggingarleyfi fyrir íbúðarhús/starfsmannahús í Koti. Ekkert deiliskipulag er í gildi á svæðinu.
Skipulagsnefnd felur starfsmanni að grenndarkynna áformin fyrir nágrönnum í Fagranesi og Fagraneskoti þegar tilskilin gögn hafa borist. Byggingarfulltrúa er heimilt að gefa út byggingarleyfi að grenndarkynningu lokinni ef engar athugasemdir berast.

7.Engidalur 2 umsókn um lögbýlisskráningu - skipulagsmál

Málsnúmer 2512014Vakta málsnúmer

Sótt er um lögbýlisrétt á jörðina Engidal 2 í Þingeyjarsveit. Árið 2021 var jörðinni Engidal skipt í tvo hluta. Árið 2003 gerði Kristlaug Pálsdóttir heitin í Engidal samning við Land og skóg, þá skógrækt ríkisins. Þetta er samningur sem gildir til 40 ára. Þegar jörðinni var skipt fengu Engidalur sf lögbýlisréttinn og því er enginn lögbýlisréttur á Engidal 2. Til að hægt sé að standa við samninginn við Land og Skóga verður að vera lögbýlisréttur og því er hér sótt um hann. Meðfylgjandi eru umsóknargögn fyrir Atvinnumálaráðuneyti og gögn um skógræktar reitina í landi Engidals 2. Allir reitirnir sem samið var um árið 2003 eru inn á landi Engidals 2.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að Engidalur 2 verði að lögbýli. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að fela skipulagsfulltrúa að skila inn umsögn sveitarfélagsins til ráðuneytisins. Skipulagsnefnd telur jörðina hafa það landrými og aðstöðu að unnt sé að stunda þar fyrirhugaða starfsemi og uppfylla þar með skilyrði sem sett eru fram í jarðalögum nr. 81/2004.
Skipulagsnefnd bendir umsækjanda á að kynna þurfi skógræktaráform sveitarfélaginu og sækja um framkvæmdaleyfi.
Jóna Björg víkur af fundi 12:01

8.Björg - merkjalýsing

Málsnúmer 2512024Vakta málsnúmer

Tekin fyrir umsókn frá merkjalýsanda Hákon Jensson um stofnun lóðar úr jörðinni Björg. Ekkert deiliskipulag er í gildi á svæðinu.
Skipulagsnefnd samþykkir stofnun lóðarinnar Björg 1 og felur byggingarfulltrúa að annast málsmeðferð vegna hennar eins og lög og reglugerðir mæla fyrir um þegar tilskilin gögn hafa borist.
Jóna Björg inná fund 12:07
Í lok fundar fór nefndin í heimsókn í Jarðböðin og skoðaði framkvæmdasvæðið. Guðmundur Þór Birgisson tók á móti nefndinni og fór yfir framkvæmdirnar.

Fundi slitið - kl. 12:07.

Getum við bætt efni þessarar síðu?