Fara í efni

Engidalur 2 umsókn um lögbýlisskráningu - skipulagsmál

Málsnúmer 2512014

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 44. fundur - 10.12.2025

Sótt er um lögbýlisrétt á jörðina Engidal 2 í Þingeyjarsveit. Árið 2021 var jörðinni Engidal skipt í tvo hluta. Árið 2003 gerði Kristlaug Pálsdóttir heitin í Engidal samning við Land og skóg, þá skógrækt ríkisins. Þetta er samningur sem gildir til 40 ára. Þegar jörðinni var skipt fengu Engidalur sf lögbýlisréttinn og því er enginn lögbýlisréttur á Engidal 2. Til að hægt sé að standa við samninginn við Land og Skóga verður að vera lögbýlisréttur og því er hér sótt um hann. Meðfylgjandi eru umsóknargögn fyrir Atvinnumálaráðuneyti og gögn um skógræktar reitina í landi Engidals 2. Allir reitirnir sem samið var um árið 2003 eru inn á landi Engidals 2.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að Engidalur 2 verði að lögbýli. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að fela skipulagsfulltrúa að skila inn umsögn sveitarfélagsins til ráðuneytisins. Skipulagsnefnd telur jörðina hafa það landrými og aðstöðu að unnt sé að stunda þar fyrirhugaða starfsemi og uppfylla þar með skilyrði sem sett eru fram í jarðalögum nr. 81/2004.
Skipulagsnefnd bendir umsækjanda á að kynna þurfi skógræktaráform sveitarfélaginu og sækja um framkvæmdaleyfi.

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar - 70. fundur - 11.12.2025

Á 44. fundi skipulagsnefndar var eftirfarandi bókað og samþykkt varðandi umsókn Elíasar Wium Guðmundssonar um lögbýlisrétt á jörðinni Engidalur 2:

"Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að Engidalur 2 verði að lögbýli. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að fela skipulagsfulltrúa að skila inn umsögn sveitarfélagsins til ráðuneytisins. Skipulagsnefnd telur jörðina hafa það landrými og aðstöðu að unnt sé að stunda þar fyrirhugaða starfsemi og uppfylla þar með skilyrði sem sett eru fram í jarðalögum nr. 81/2004. Skipulagsnefnd bendir umsækjanda á að kynna þurfi skógræktaráform sveitarfélaginu og sækja um framkvæmdaleyfi."
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og felur skipulagsfulltrúa að skila inn umsögn sveitarfélagsins til ráðuneytisins.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?