Fara í efni

Mývatn og Laxá - endurskoðun stjórnunar- og verndaráætlunar verndarsvæðis

Málsnúmer 2512010

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 44. fundur - 10.12.2025

Náttúruverndarstofnun hefur sent frá sér tillögu að samráðshóp og starfshóp um verkefnið og skulu tilnefningar berast eigi síðar en 15. janúar.
Skipulagsnefnd óskar eftir að þrír aðilar verið tilnefndir af hendi sveitarfélagsins. Skipulagsfulltrúi muni sitja sem starfsmaður sveitarfélagsins og tveir aðilar fyrir hönd Þingeyjarsveitar og sem sérfróðir aðilar um svæðið. Fulltrúar sveitarfélagsins eru tilbúnir að funda með stofnuninni um málið.
Í bréfi Náttúruverndarstofnunar kemur fram að Náttúruverndarstofnun greiði ekki fyrir setu í þessum tveimur hópum. Skipulagsnefnd bendir á að í 9. gr. laga um verndun Laxár og Mývatns kemur fram að kostnaður við framkvæmd laga þessara greiðist úr ríkissjóði. Í samræmi við það óskar sveitarfélagið leiðbeininga um hvert skuli sækja greiðslur vegna fundarsetu í starfshóp sem gert er ráð fyrir að fundi mánaðarlega á meðan á vinnunni stendur.

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar - 70. fundur - 11.12.2025

Fyrir sveitarstjórn liggur erindi frá Náttúruverndarstofnun þar sem tilkynnt er að hafin er endurskoðun stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir verndarsvæði Mývatns og Laxár. Endurskoðunin verður unnin í samstarfi við sveitarstjórn, hagsmunaaðila og umhverfisverndarsamtök á svæðinu auk stofnana sem starfa lögum samkvæmt á sviði náttúruverndar, vatnsverndar og veiðinýtingar sbr. lög nr. 97/2004 um verndun Mývatns og Laxár. Náttúruverndarstofnun óskar eftir tilnefningum í samráðshóp um verkefnið og skulu tilnefningar berast fyrir 15. janúar 2026.
Til máls tóku: Árni Pétur og Knútur.

Sveitarstjórn tekur undir eftirfarandi bókun skipulagsnefndar á fundi 10.12:
"Náttúruverndarstofnun hefur sent frá sér tillögu að samráðshóp og starfshóp um verkefnið og skulu tilnefningar berast eigi síðar en 15. janúar.
Skipulagsnefnd óskar eftir að þrír aðilar verði tilnefndir af hendi sveitarfélagsins. Skipulagsfulltrúi muni sitja sem starfsmaður sveitarfélagsins og tveir aðilar fyrir hönd Þingeyjarsveitar og sem sérfróðir aðilar um svæðið. Fulltrúar sveitarfélagsins eru tilbúnir að funda með stofnuninni um málið.
Í bréfi Náttúruverndarstofnunar kemur fram að Náttúruverndarstofnun greiði ekki fyrir setu í þessum tveimur hópum. Skipulagsnefnd bendir á að í 9. gr. laga um verndun Laxár og Mývatns kemur fram að kostnaður við framkvæmd laga þessara greiðist úr ríkissjóði. Í samræmi við það óskar sveitarfélagið leiðbeininga um hvert skuli sækja greiðslur vegna fundarsetu í starfshóp sem gert er ráð fyrir að fundi mánaðarlega á meðan á vinnunni stendur."

Í ljósi ábyrgðar sveitarfélagsins í málefnum Mývatns og Laxár tekur sveitarstjórn undir mikilvægi þess að auka vægi Þingeyjarsveitar í samráðshóp og starfshóp og kallar eftir fundi um skipulag vinnunnar. Sveitarstjóra er falið að óska eftir fundi við Náttúruverndarstofnunar um málið.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?