Fara í efni

Laugar - deiliskipulag

Málsnúmer 2406042

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 40. fundur - 17.09.2025

Lögð er fram skipulagslýsing fyrir deiliskipulag þéttbýlisins á Laugum.

Viðfangsefni deiliskipulagsins verður m.a. að afmarka nýjar lóðir og byggingarreiti þar sem möguleikar eru

á uppbyggingu. Þá verða skilgreindir byggingarreitir á núverandi lóðum og sett ákvæði hvað varðar viðbyggingar við núverandi hús eða endabyggingar húsa.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að kynna skipulagslýsingu vegna deiliskipulagsgerðar fyrir Lauga í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Málinu vísað til sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar - 65. fundur - 25.09.2025

Á 40. fundi skipulagsnefndar var lögð fram skipulagslýsing fyrir deiliskipulag þéttbýlisins á Laugum.

Viðfangsefni deiliskipulagsins verður m.a. að afmarka nýjar lóðir og byggingarreiti þar sem möguleikar eru

á uppbyggingu. Þá verða skilgreindir byggingarreitir á núverandi lóðum og sett ákvæði hvað varðar viðbyggingar við núverandi hús eða endabyggingar húsa. Eftirfarandi bókað og samþykkt:

"Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að kynna skipulagslýsingu vegna deiliskipulagsgerðar fyrir Laugar í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Málinu vísað til sveitarstjórnar."
Til máls tók: Jóna Björg.

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og felur skipulagsfulltrúa að kynna skipulagslýsingu vegna deiliskipulagsgerðar fyrir Laugar í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða.

Skipulagsnefnd - 43. fundur - 19.11.2025

Skipulagslýsing var kynnt frá 2.10. til 30.10.2025 og bárust umsagnir frá HNE, Skipulagsstofnun, Minjastofnun Íslands og Vegagerðinni.
Skipulagsnefnd þakkar innkomnar ábendingar og felur skipulagsfulltrúa að vinna áfram að málinu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?