Fara í efni

Skipulagsnefnd

40. fundur 17. september 2025 kl. 09:00 - 12:00 í Þingey
Nefndarmenn
  • Knútur Emil Jónasson
  • Nanna Þórhallsdóttir
  • Haraldur Bóasson
  • Sigurður Guðni Böðvarsson
  • Jóna Björg Hlöðversdóttir
Starfsmenn
  • Rögnvaldur Harðarson
  • Anna Bragadóttir
Fundargerð ritaði: Rögnvaldur Harðarson
Dagskrá

1.Laugaból - umsókn um byggingarleyfi fyrir sumarhúsi

Málsnúmer 2508037Vakta málsnúmer

Heiðar Gunnarsson sækir um byggingarheimild fyrir sumarhúsi í landi Laugabóls Reykjadal. Meðfylgjandi eru aðaluppdrættir og skráningartafla af húsinu.
Skipulagsnefnd samþykkir að grenndarkynna áformin hagsmunaaðilum samkvæmt 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Einnig skal óskað eftir umsögn Minjastofnunar Íslands og Vegagerðarinnar. Byggingafulltrúa er falið að gefa út byggingaleyfi ef engar athugasemdir berast við grenndarkynningu, að fenginni jákvæðri umsögn umsagnaraðila og þegar fullnægjandi gögn hafa borist.

2.Austurhlíðarvegur 2 - Laugafiskur - umsókn um byggingarleyfi fyrir turni

Málsnúmer 2509038Vakta málsnúmer

AVH teiknistofa, fyrir hönd Samherja Ísland ehf, leggur fram umsókn um byggingarleyfi. Sótt er um leyfi fyrir lofthreinsihúsi og miðlunartanki við Fiskverkun fyrirtækisins á Laugum.
Skipulagsnefnd samþykkir að grenndarkynna áformin hagsmunaaðilum samkvæmt 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Byggingafulltrúa er falið að gefa út byggingaleyfi ef engar athugasemdir berast við grenndarkynningu, að fenginni jákvæðri umsögn umsagnaraðila og þegar fullnægjandi gögn hafa borist.

3.Nípá - vélaskemma - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2506039Vakta málsnúmer

Byggingaráform vegna vélaskemmu á Nípá voru grenndarkynnt frá 6. ágúst með athugasemdarfresti til 3. september 2025. Umsagnir bárust frá Minjastofnun Íslands og Vegagerðinni.
Í samræmi við umsögn Vegagerðarinnar skal samráð eiga sér stað vegna tengingar við Út-Kinnarveg.
Skipulagsnefnd heimilar byggingafulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist.

4.Vagnbrekka - fyrirspurn um skipulagsmál

Málsnúmer 2508029Vakta málsnúmer

Lögð er fram fyrirspurn um hvort leyfi fengist fyrir stofnun lóðar undir íbúðarhús og atvinnuhúsnæði í landi Brekku í Mývatnssveit. Svæðið er á landbúnaðarsvæði skv. aðalskipulagi og ekkert deiliskipulag er til af svæðinu.
Skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið varðandi stofnun íbúðarhúsalóðar. Bent er á að sækja þarf um leyfi til Náttúruverndarstofnunar þar sem framkvæmdir verða innan verndarsvæðis Mývatns og Laxár. Uppbygging samræmist skilmálum gildandi aðalskipulags.
Nefndin telur að stofnun lóðarinnar hafi ekki áhrif á búrekstrarskilyrði jarðarinnar, sbr. 6. gr. jarðalaga nr. 81/2004.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að sjá um stofnun lóðarinnar þegar tilskilin gögn hafa borist.

5.Grímsstaðir, íbúðarhúsalóð - umsókn um stofnun lóðar

Málsnúmer 2509013Vakta málsnúmer

Lögð er fram fyrirspurn um hvort leyfi fengist fyrir stofnun lóðar undir íbúðarhús í landi Grímsstaða í Mývatnssveit. Svæðið er á landbúnaðarsvæði skv. aðalskipulagi og ekkert deiliskipulag er til af svæðinu.
Skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið varðandi stofnun íbúðarhúsalóðar. Bent er á að sækja þarf um leyfi til Náttúruverndarstofnunar þar sem framkvæmdir verða innan verndarsvæðis Mývatns og Laxár. Uppbygging samræmist skilmálum gildandi aðalskipulags.
Nefndin telur að stofnun lóðarinnar hafi ekki áhrif á búrekstrarskilyrði jarðarinnar, sbr. 6. gr. jarðalaga nr. 81/2004.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að sjá um stofnun lóðarinnar þegar tilskilin gögn hafa borist.

6.Lautir hesthús - merkjalýsing

Málsnúmer 2509041Vakta málsnúmer

Lögð er fram merkjalýsing fyrir lóð úr landi Lauta. Ný lóð fær staðfangið Lautir hesthús.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptagerð, enda samræmist hún skipulagsáætlunum.
Nefndin telur að stofnun lóðarinnar hafi ekki áhrif á búrekstrarskilyrði jarðarinnar, sbr. 6. gr. jarðalaga nr. 81/2004. Málinu vísað til sveitarstjórnar.

7.Sæland Flatey - merkjalýsing

Málsnúmer 2509045Vakta málsnúmer

Lögð er fram merkjalýsing fyrir lóð úr landi Garðshorns í Flatey. Ný lóð fær staðfangið Sæland lóð.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptagerð, enda samræmist hún skipulagsáætlunum. Málinu vísað til sveitarstjórnar.

8.Laugar - deiliskipulag

Málsnúmer 2406042Vakta málsnúmer

Lögð er fram skipulagslýsing fyrir deiliskipulag þéttbýlisins á Laugum.

Viðfangsefni deiliskipulagsins verður m.a. að afmarka nýjar lóðir og byggingarreiti þar sem möguleikar eru

á uppbyggingu. Þá verða skilgreindir byggingarreitir á núverandi lóðum og sett ákvæði hvað varðar viðbyggingar við núverandi hús eða endabyggingar húsa.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að kynna skipulagslýsingu vegna deiliskipulagsgerðar fyrir Lauga í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Málinu vísað til sveitarstjórnar.

9.Aldeyjarfoss - deiliskipulag

Málsnúmer 2406041Vakta málsnúmer

Lögð er fram tillaga að deiliskipulagi ferðamannasvæðis við Aldeyjarfoss, Ingvarafoss og Hrafnabjargarfoss en áður hefur verið fjallað um skipulagslýsingu fyrir svæðið sem var í kynningu frá 11. febrúar til 11. mars 2025.

Í deiliskipulaginu er sett fram áætlun um uppbyggingu áfangastaða fyrir ferðamenn og mörkuð heimild til framkvæmda við gerð gönguleiða, endurhönnunar bílastæða, salernisaðstöðu, útsýnispalla og öryggisaðgerða með bættu aðgengi. Skipulagið markar einnig vernd umhverfisins í kring til að draga úr skemmdum á landi vegna átroðnings.

Skipulagsnefnd samþykkir að kynna vinnslutillögu í samræmi við 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

10.Skógarhlíð 1 - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2508038Vakta málsnúmer

Tekin fyrir beiðni um heimild til breytingar á deiliskipulagi Skógarhlíðar til að fyrirhuguð bygging á lóð nr. 1 við Skógarhlíð falli betur að landslagi og til að minnka jarðrask. Lögð er fram tillaga að breytingu á byggingarreit.
Skipulagsnefnd felur byggingarfulltrúa að grenndarkynna áform um breytingu á deiliskipulagi Skóga vegna lóðarinnar Skógarhlíð 1, í Fnjóskadal í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

11.Deiliskipulagsvinna fyrir Laxárstöðvar

Málsnúmer 2308020Vakta málsnúmer

Deiliskipulag Laxárstöðvar var auglýst í Lögbirtingablaðinu, skipulagsgátt mál nr.900/2023 og á heimasíðu sveitarfélagsins frá 1. júlí með athugasemdarfresti til 24. ágúst 2025. Vegna árstíma auglýsingarinnar voru send út bréf á hagsmunaaðila með tilkynningu um auglýsingu deiliskipulagstillögunnar. Umsagnir bárust frá Minjastofnun Íslands, Vegagerðinni, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra, Fiskistofu, RARIK, Veiðifélagi Laxár og Krákár, Landsneti og Náttúruverndarstofnun.
Skipulagsnefnd samþykkir breytingar frá auglýstum skipulagsgögnum í samræmi við umræður og sem settar eru fram í skjali um yfirferð umsagna. Breytingarnar eru óverulegar og varða ekki efnislegar breytingar á heimildum til framkvæmda.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki tillögu að deiliskipulagi Laxárstöðva þannig breytt skv. 3. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010. Niðurstaða sveitarstjórnar skal auglýst.
Skipulagsnefnd vekur athygli á að mannvirki í Mývatnssveit sem tilheyra starfsemi Laxárstöðva eru ekki innan deiliskipulagsmarka.

12.Landsbyggðarvagnar - nýtt leiðarkerfi

Málsnúmer 2508027Vakta málsnúmer

Fyrir skipulagsnefnd liggur beiðni frá Vegagerðinni um breytingar á stoppistöð vegna nýs leiðarkerfis sem á að taka í gildi 1. janúar 2026.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu erindisins og óskar eftir fundi með fulltrúum Vegargerðarinnar vegna almenningssamgangna, skipulag og uppbyggingu.

Fundi slitið - kl. 12:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?