Austurhlíðarvegur 2 - Laugafiskur - umsókn um byggingarleyfi fyrir turni
Málsnúmer 2509038
Vakta málsnúmerSkipulagsnefnd - 40. fundur - 17.09.2025
AVH teiknistofa, fyrir hönd Samherja Ísland ehf, leggur fram umsókn um byggingarleyfi. Sótt er um leyfi fyrir lofthreinsihúsi og miðlunartanki við Fiskverkun fyrirtækisins á Laugum.
Skipulagsnefnd samþykkir að grenndarkynna áformin hagsmunaaðilum samkvæmt 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Byggingafulltrúa er falið að gefa út byggingaleyfi ef engar athugasemdir berast við grenndarkynningu, að fenginni jákvæðri umsögn umsagnaraðila og þegar fullnægjandi gögn hafa borist.