Fara í efni

Skipulagsnefnd

42. fundur 23. október 2025 kl. 10:00 - 11:00 í gegnum fjarfundarbúnað
Nefndarmenn
  • Knútur Emil Jónasson
  • Haraldur Bóasson
  • Sigurður Guðni Böðvarsson
  • Jóna Björg Hlöðversdóttir
Starfsmenn
  • Rögnvaldur Harðarson
  • Brynja Dögg Ingólfsdóttir
Fundargerð ritaði: Brynja Dögg Ingólfsdóttir
Dagskrá
Nanna Þórhallsdóttir boðaði forföll og ekki náðist að boða varamann.

1.Austurhlíðarvegur 2 - Laugafiskur - umsókn um byggingarleyfi fyrir turni

Málsnúmer 2509038Vakta málsnúmer

Grendarkynningu vegna byggingarleyfis viðbygginga við Laugafisk er lokið. Í gegnum Skipulagsgátt bárust fjórar umsagnir/athugasemdir frá íbúum. Umræddar umsagnir eru ítarlegar og snúa að framkvæmd grenndarkynningarinnar og umhverfisáhrifum frá starfsemi verksmiðjunnar.
Samkvæmt 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 skal skipulagsnefnd láta fara fram grenndarkynningu þegar sótt er um byggingarleyfi fyrir framkvæmd sem er í samræmi við landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar í þegar byggðu hverfi. Framkvæmd kynningarinnar er í samræmi við það og snýr að byggingarleyfi fyrir miðlunartank og lofthreinsihús við núverandi verksmiðju Laugafisks en fjallar ekki um þá starfsemi sem fer fram á lóðinni. Skipulagsnefnd fjallar því um þann þátt umsagna er beinast að viðbyggingum og vísar áhyggjum íbúa vegna umhverfisáhrifa til sveitarstjórnar.
Varðandi ákvörðun nefndarinnar um hverjir fá bréf þá snýr grenndarkynning byggingarleyfis að því að því hvaða nágrannar gætu átt hagsmuna að gæta vegna landnotkunar, útsýnis, skuggavarps eða innsýnar. Fyrirhugaðar viðbyggingar eru minniháttar í samhengi við aðrar byggingar á lóðinni. Þær eru innan við núverandi port og í sambærilegri hæð og núverandi byggingar og því ekki líklegt að þær hafi veruleg áhrif á ásýnd.
Varðandi ábendingu um hvort framkvæmdirnar falli undir lög nr. 111/2021 um mat á umhverfisáhrifum framkvæmda og áætlana þá gilda þau skv. stafliðum, 7.08 og 7.09 1. viðauka laganna aðeins um fiskmjöls- og lýsisverksmiðjur þar sem framkvæmd er staðsett í þéttbýli og framleiðslugeta er a.m.k. 500 tonn á sólarhring. Heimildir Laugafisks skv. starfsleyfi eru til vinnslu 9000 tonna á ári sem gera um 30 tonn á sólarhring og fellur verksmiðjan því ekki undir lögin.
Framkvæmdin snýr að uppsetningu og frágangi við lykteyðingarbúnað til að uppfylla skilyrði í starfsleyfi HNE. Að teknu tilliti til ofangreinds þá samþykkir skipulagsnefnd að veita heimildir til að byggja upp í samræmi við kynntar teikningar. Málinu vísað til sveitarstjórnar.

Fundi slitið - kl. 11:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?