Fara í efni

Vagnbrekka - fyrirspurn um skipulagsmál

Málsnúmer 2508029

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 40. fundur - 17.09.2025

Lögð er fram fyrirspurn um hvort leyfi fengist fyrir stofnun lóðar undir íbúðarhús og atvinnuhúsnæði í landi Brekku í Mývatnssveit. Svæðið er á landbúnaðarsvæði skv. aðalskipulagi og ekkert deiliskipulag er til af svæðinu.
Skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið varðandi stofnun íbúðarhúsalóðar. Bent er á að sækja þarf um leyfi til Náttúruverndarstofnunar þar sem framkvæmdir verða innan verndarsvæðis Mývatns og Laxár. Uppbygging samræmist skilmálum gildandi aðalskipulags.
Nefndin telur að stofnun lóðarinnar hafi ekki áhrif á búrekstrarskilyrði jarðarinnar, sbr. 6. gr. jarðalaga nr. 81/2004.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að sjá um stofnun lóðarinnar þegar tilskilin gögn hafa borist.
Getum við bætt efni þessarar síðu?