Nípá, vélaskemma - umsókn um byggingarleyfi
Málsnúmer 2506039
Vakta málsnúmerSkipulagsnefnd - 37. fundur - 18.06.2025
Sótt er um graftrarleyfi fyrir vélaskemmu að stærð 490-625 m2 á Nípá í Útkinn. Ekkert deiliskipulag er til fyrir svæðið og er það á landbúnaðarlandi skv. aðalskipulagi.
Nefndin getur ekki samþykkt graftrarleyfi á framkvæmd sem ekki hefur verið kynnt, en miðað við framlögð gögn, að fenginni byggingarleyfisumsókn, samþykkir nefndin að heimila byggingarfulltrúa að grenndarkynna byggingaráformin hagsmunaaðilum samkvæmt 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Óskað er eftir umsögn Minjastofnunar og Vegagerðarinnar.
Skipulagsnefnd - 40. fundur - 17.09.2025
Byggingaráform vegna vélaskemmu á Nípá voru grenndarkynnt frá 6. ágúst með athugasemdarfresti til 3. september 2025. Umsagnir bárust frá Minjastofnun Íslands og Vegagerðinni.
Í samræmi við umsögn Vegagerðarinnar skal samráð eiga sér stað vegna tengingar við Út-Kinnarveg.
Skipulagsnefnd heimilar byggingafulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist.
Skipulagsnefnd heimilar byggingafulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist.