Laugaból - umsókn um byggingarleyfi fyrir sumarhúsi
Málsnúmer 2508037
Vakta málsnúmerSkipulagsnefnd - 40. fundur - 17.09.2025
Heiðar Gunnarsson sækir um byggingarheimild fyrir sumarhúsi í landi Laugabóls Reykjadal. Meðfylgjandi eru aðaluppdrættir og skráningartafla af húsinu.
Skipulagsnefnd samþykkir að grenndarkynna áformin hagsmunaaðilum samkvæmt 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Einnig skal óskað eftir umsögn Minjastofnunar Íslands og Vegagerðarinnar. Byggingafulltrúa er falið að gefa út byggingaleyfi ef engar athugasemdir berast við grenndarkynningu, að fenginni jákvæðri umsögn umsagnaraðila og þegar fullnægjandi gögn hafa borist.