Skógarhlíð 1 - breyting á deiliskipulagi
Málsnúmer 2508038
Vakta málsnúmerSkipulagsnefnd - 40. fundur - 17.09.2025
Tekin fyrir beiðni um heimild til breytingar á deiliskipulagi Skógarhlíðar til að fyrirhuguð bygging á lóð nr. 1 við Skógarhlíð falli betur að landslagi og til að minnka jarðrask. Lögð er fram tillaga að breytingu á byggingarreit.
Skipulagsnefnd felur byggingarfulltrúa að grenndarkynna áform um breytingu á deiliskipulagi Skóga vegna lóðarinnar Skógarhlíð 1, í Fnjóskadal í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.