Fara í efni

Hofsstaðir í Mývatnssveit - strenglögn - umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 2510013

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 41. fundur - 15.10.2025

Rarik fyrirhugar að lagningu 12 kv háspennustrengs frá veiðihúsinu Hofi að Hofsstöðum. Jafnframt verður loftlínan fjarlægð á sama kafla. Leiðin er um 3 km þar af um 400 m. inn á friðuðu svæði Mývatns og Laxár. Strengurinn verður plægður meðfram vegi alla leiðina og sýnir reynslan að plógfarið verði illgreinanlegt innan nokkurra ára.
Skipulagsnefnd telur framkvæmdina ekki vera meiriháttar, né líklega til að hafa áhrif á umhverfið eða breyta ásýnd þess. Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við framkvæmdina og heimilar hana án framkvæmdaleyfis í samræmi við 4. gr. reglugerðar 772/2012 um framkvæmdaleyfi. Vakin er athygli framkvæmdaraðila á því að leyfi Náttúruverndarstofnunar þarf fyrir framkvæmdum innan verndarsvæðis Laxár.
Getum við bætt efni þessarar síðu?