Veturliðastaðir - merkjalýsing
Málsnúmer 2510022
Vakta málsnúmerSkipulagsnefnd - 41. fundur - 15.10.2025
Lögð er fram merkjalýsing fyrir lóð úr landi Veturliðastaða. Ný lóð fær staðfangið Fjar-Veturliðastaðir.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptagerð, enda samræmist hún skipulagsáætlunum. Skipulagsnefnd bendir á að þrátt fyrir að landskiptagerð samræmist skipulagsáætlunun veitir samþykkt hennar enga heimild fyrir framkvæmdum á lóðunum. Nefndin telur að stofnun lóðarinnar hafi ekki áhrif á búrekstrarskilyrði jarðarinnar, sbr. 6. gr. jarðalaga nr. 81/2004.