Skógrækt - bréf með ályktun varðandi skipulagsmál hjá sveitarfélögum
Málsnúmer 2509074
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Þingeyjarsveitar - 65. fundur - 25.09.2025
Fyrir sveitarstjórn liggur bréf frá Skógræktarfélagi Íslands með ályktun sem samþykkt var á aðalfundi félagsins nýverið. Ályktunin er svohljóðandi: Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands, haldinn að Varmalandi í Borgarfirði dagana 29.-31. ágúst 2025, beinir því til sveitarfélaga að skógrækt verði ekki háð framkvæmdaleyfi umfram það sem gildir um annan landbúnað.
Skipulagsnefnd - 41. fundur - 15.10.2025
Sveitarstjórn vísaði til nefndarinnar bréfi frá Skógræktarfélagi Íslands með ályktun sem samþykkt var á aðalfundi félagsins nýverið. Ályktunin er svohljóðandi: Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands, haldinn að Varmalandi í Borgarfirði dagana 29.-31. ágúst 2025, beinir því til sveitarfélaga að skógrækt verði ekki háð framkvæmdaleyfi umfram það sem gildir um annan landbúnað.
Skipulagsnefnd þakkar bréfið en tekur ekki undir sjónarmið Skógræktarfélags Íslands. Sveitarfélagið metur í hverju tilfelli hvort framkvæmdir séu framkvæmdaleyfisskyldar í samræmi við reglugerð. Sérstaklega er tiltekið í reglugerð að nýræktun skóga geti verið framkvæmdaleyfisskyld. Skipulagsnefnd beinir því til Skógræktarfélags Íslands að gæta að upplýsingagjöf til skógarbænda um að sækja þurfi um framkvæmdarleyfi til sveitarfélagsins.
Sveitarstjórn þakkar erindið og vísar því til skipulagsnefndar til kynningar.
Samþykkt samhljóða