Fara í efni

Strenglögn í Laxárdal - umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 2401027

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 41. fundur - 15.10.2025

Lögð fram beiðni frá RARIK um framlengingu á gildistíma framkvæmdaleyfis dagsett 21. maí 2024. Sá hluti framkvæmdarleyfisins er snýr að strenglögn frá Halldórsstöðum í Laxárdal að Laugum í Reykjadal hefur ekki verið framkvæmd og leyfið útrunnið. RARIK óskar eftir að leyfið gildi áfram og stefna á framkvæmdina sumarið 2026.
Skipulagsnefnd samþykkir að framlengja gildistíma framkvæmdaleyfisins og leggur áherslu á vandaðan frágang. Skipulagsnefnd, í samræmi við viðauka 1.1 í samþykkt um stjórn og fundarsköp Þingeyjarsveitar nr. 975/2022, felur skipulagsfulltrúa að ganga frá framlengingu framkvæmdaleyfisins í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 og 13. - 16. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Getum við bætt efni þessarar síðu?