Fara í efni

Gautlönd, lóðastofnun - merkjalýsing

Málsnúmer 2509092

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 41. fundur - 15.10.2025

Sigurður Böðvarsson víkur af fundi undir þessum lið vegna vanhæfis.
Lögð er fram merkjalýsing fyrir lóðir úr landi Gautlanda. Nýjar lóðir fá staðföngin Ásgeirsholt og Gautaholt.

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptagerð, enda samræmist hún skipulagsáætlunum. Skipulagsnefnd bendir á að þrátt fyrir að landskiptagerð samræmist skipulagsáætlunun veitir samþykkt hennar enga heimild fyrir framkvæmdum á lóðunum. Nefndin telur að stofnun lóðarinnar hafi ekki áhrif á búrekstrarskilyrði jarðarinnar, sbr. 6. gr. jarðalaga nr. 81/2004.
Getum við bætt efni þessarar síðu?