Flatey - bekkir að gjöf
Málsnúmer 2510036
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Þingeyjarsveitar - 67. fundur - 23.10.2025
Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar erindi frá Framsýn stéttarfélagi en stjórn Framsýnar samþykkti fyrr á árinu að festa kaup á nokkrum sætisbekkjum sem komið verði fyrir í sjávarbyggðum á félagssvæðinu, Húsavík, Raufarhöfn og Kópaskeri. Einnig var samþykkt að koma upp bekk í Flatey og við Tungulendingu á Tjörnesi, en þaðan var rekin blómleg útgerð og fiskvinnsla á sínum tíma. Bekkirnir eru gefnir í tilefni Kvenréttindadagsins þann 19. júní, af virðingu við konur sem misst hafa ástvini sína í greipar Ægis.
Sveitarstjórn þakkar Framsýn þessa gjöf.