Fara í efni

Kvennaverkfall 2025

Málsnúmer 2510032

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og velferðarnefnd Þingeyjarsveit - 29. fundur - 16.10.2025

Munnlegt erindi frá sviðsstjóra um kvennaverkfall, þann 24. október 2025.
Nefndin hvetur til þátttöku í kvennaverkfalli þann 24. október 2025.

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar - 67. fundur - 23.10.2025

Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar töluvpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem þeim tilmælum er beint til stjórnenda sveitarfélaga að þeir komi til móts við konur og kvár, þar sem því verður við komið og skapi eftir bestu getu aðstæður á starfsstað og í starfssemi til að sem flestir komist á boðaða samstöðufundi. Í þeim tilvikum þar sem það er ekki hægt, starfseminnar vegna, er þeim tilmælum beint til stjórnenda að þeir leiti leiða til að konur og kvár geti með öðrum hætti sýnt samstöðu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?