Fara í efni

Fræðslu- og velferðarnefnd Þingeyjarsveit

29. fundur 16. október 2025 kl. 14:30 - 17:00 í Þingeyjarskóla
Nefndarmenn
  • Gunnhildur Hinriksdóttir
  • Anna Bragadóttir
  • Sigurbjörn Árni Arngrímsson
  • Ragnhildur Hólm Sigurðardóttir
  • Böðvar Baldursson
Fundargerð ritaði: Hjördís Albertsdóttir
Dagskrá
Áheyrnarfulltrúar:
Skólastjórnendur Þingeyjarskóla, Jóhann Rúnar Pálsson og Nanna Marteinsdóttir
F.h. foreldra grunnskóla, Sunneva Mist Ingvarsdóttir
F.h. foreldra leikskóla, Ásta Lóa Madslund
F.h. starfsfólks grunnskóla, Kristjana Eysteinsdóttir
F.h. starfsfólks leikskóla, Ásta Margrét Rögnvaldsdóttir

Formaður setti fund og óskaði eftir að bæta á dagskrá með afbrigðum lið nr. 7 - Kvennaverkfall 2025 - munnlegt erindi frá sviðsstjóra.

Samþykkt samhljóða.

Aðrir liðir dagskrár hliðrast sem þessu nemur.

1.Janusarverkefni - heilsuefling eldri borgara

Málsnúmer 2510017Vakta málsnúmer

Kynning frá framkvæmdarstjóra Janusar - heilsueflingar um verkefni þeirra í sveitarfélögum víðs vegar um landið til eflingar íkamlegrar og andlegrar heilsu eldri borgara.
Nefndin þakkar Ragnari Erni fyrir fræðsluna. Nefndin felur sviðsstjóra að heyra í umsjónarmönnum starfs eldri borgara í Þingeyjarsveit og óska eftir að þau kanni áhuga á skipulagðri hreyfingu með áherslu á styrktarþjálfun.

2.Aldurstakmark á þorrablót

Málsnúmer 2501058Vakta málsnúmer

Lagt fyrir nefndina svar við tilmælum fræðslunefndar til þorralótsnefnda í Þingeyjarsveit er varða 18 ára aldurstakmark á þorrablót.
Nefndin þakkar erindið og með velferð ungmenna í huga þá beinir nefndin þeim tilmælum til þorrablótsnefnda í sveitarfélaginu að hækka aldurstakmark á þorrablótin í að lágmarki 17 ára (miðað við fæðingarár). Sviðsstjóra falið að koma tilmælunum til skila.

Tillagan samþykkt með 4 atkvæðum, Anna Bragadóttir sat hjá.

3.Skólaþjónusta - ráðning náms- og starfsráðgjafa

Málsnúmer 2510030Vakta málsnúmer

Erindi frá skólaþjónustu Þingeyjarsveitar. Beiðni um að ráða inn starfs- og námsráðgjafa í 50% starf.
Nefndin tekur jákvætt í erindið og veltir fyrir sér hvort náms- og starfssráðgjafi geti sinnt fleiri verkefnum innan skólaþjónustu. Nefndin vísar erindinu til sveitarstjórnar.

4.Reykjahlíðarskóli - breyting á skóladagatali

Málsnúmer 2510024Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur þar sem skólastjóri Reykjahlíðarskóla þurfti að færa til starfsdag með stuttum fyrirvara. Tilfærslan hefur ekki áhrif á fjölda skóladaga á skólaárinu.
Nefndin samþykkir breytinguna.

5.Mennta- og barnamálaráðuneytið - umsögn um frumvarp til breytinga á lögum um snjalltæki í grunnskólum

Málsnúmer 2510006Vakta málsnúmer

Fyrir liggur hvatnig frá sveitarstjórn þess efnis að fræðslu- og velferðarnefnd sendi inn umsögn um frumvarpið ef þurfa þykir.
Fræðslu- og velferðarnefnd lítur svo á að það hljóti að vera á forræði einstakra skólastjórnenda og kennara að stýra snjalltækjanotkun í skólastarfi. Að því sögðu styður nefndin heilshugar símahvíld innan skóla og hefur slík hvíld reynst vel t.d. í Þingeyjarskóla. Nefndin felur sviðsstjóra að skila inn umsögn í samráðsgátt.

6.SSNE - þáttaka í Farsældarráði Norðurlands eystra

Málsnúmer 2509043Vakta málsnúmer

Fyrir fræðslu- og velferðarnefnd liggur tilvísun af sveitarstjórnarfundi frá 25.09.2025, er varðar þátttöku Þingeyjarsveitar í Farsældarráði Norðurlands eystra.
Lagt fram til kynningar.

7.Kvennaverkfall 2025

Málsnúmer 2510032Vakta málsnúmer

Munnlegt erindi frá sviðsstjóra um kvennaverkfall, þann 24. október 2025.
Nefndin hvetur til þátttöku í kvennaverkfalli þann 24. október 2025.

8.Heillaspor - styrkveiting

Málsnúmer 2509047Vakta málsnúmer

Fyrir fræðslu- og velferðarnefnd liggur staðfesting á styrkveitingu frá Mennta- og barnamálaráðuneyti til verkefnisins Heillaspor í Þingeyjarsveit í samstarfi við Fjallabyggð
Nefndin fagnar styrkveitingunni. Sviðsstjóra falið að afla frekari upplýsinga frá Helgu Sigurbjörgu.

9.Barnaborg og Krílabær - Ársskýrsla 2024-2025

Málsnúmer 2508040Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar ársskýrsla Barnaborgar og Krílabæjar 2024-2025.
Nefndin þakkar fyrir greinargóða skýrslu.

10.Leikskólar - starfsáætlun 2025-2026

Málsnúmer 2509008Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar starfsáætlanir leikskóla Þingeyjarsveitar 2025-2026.
Nefndin þakkar fyrir starfsáætlanir leikskóla Þingeyjarsveitar 2025-2026.

11.Grunnskólar - starfsáætlun 2025-2026

Málsnúmer 2509009Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar, starfsáætlanir grunnskóla Þingeyjarsveitar 2025-2026.
Nefndin þakkar fyrir starfsáætlanir grunnskóla Þingeyjarsveitar.

12.Þingeyjarskóli, Reykjahlíðarskóli, Stórutjarnaskóli - skólastarf 2025-2026

Málsnúmer 2510018Vakta málsnúmer

Jóhann Rúnar, skólastjóri tónlistar- og grunnskóladeildar Þingeyjarskóla og Nanna Marteinsdóttir, skólastjóri leikskóladeilda Þingeyjarskóla, gera grein fyrir skólastarfinu það sem af er vetri.
Nefndin þakkar þeim Jóhanni og Nönnu fyrir góða yfirferð.


Fundi slitið - kl. 17:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?