Fara í efni

Mennta- og barnamálaráðuneytið - umsögn um frumvarp til breytinga á lögum um snjalltæki í grunnskóla

Málsnúmer 2510006

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar - 66. fundur - 09.10.2025

Frumvarp um breytingu á lögum um grunnskóla hefur verið lagt til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda.

Frestur til að skila athugasemdum í samráðsgátt er til 17. október.
Til máls tóku: Árni Pétur og Knútur.

Sveitarstjórn hvetur fræðslu- og velferðarnefnd og skólastjórnendur til að kynna sér frumvarpið og senda inn umsögn ef þurfa þykir.

Samþykkt samhljóða.

Fræðslu- og velferðarnefnd Þingeyjarsveit - 29. fundur - 16.10.2025

Fyrir liggur hvatnig frá sveitarstjórn þess efnis að fræðslu- og velferðarnefnd sendi inn umsögn um frumvarpið ef þurfa þykir.
Fræðslu- og velferðarnefnd lítur svo á að það hljóti að vera á forræði einstakra skólastjórnenda og kennara að stýra snjalltækjanotkun í skólastarfi. Að því sögðu styður nefndin heilshugar símahvíld innan skóla og hefur slík hvíld reynst vel t.d. í Þingeyjarskóla. Nefndin felur sviðsstjóra að skila inn umsögn í samráðsgátt.
Getum við bætt efni þessarar síðu?