Fara í efni

Skólaþjónusta - ráðning náms- og starfsráðgjafa

Málsnúmer 2510030

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og velferðarnefnd Þingeyjarsveit - 29. fundur - 16.10.2025

Erindi frá skólaþjónustu Þingeyjarsveitar. Beiðni um að ráða inn starfs- og námsráðgjafa í 50% starf.
Nefndin tekur jákvætt í erindið og veltir fyrir sér hvort náms- og starfssráðgjafi geti sinnt fleiri verkefnum innan skólaþjónustu. Nefndin vísar erindinu til sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar - 67. fundur - 23.10.2025

Á 29. fundi fræðslu- og velferðarnefndar var tekið fyrir erindi frá Skólaþjónustu Þingeyjarsveitar. Beiðni um að ráða inn náms- og starfsráðgjafa í 50% starf til að sinna lögbundinni þjónustu við nemendur skólanna þriggja. Eftirfarandi var bókað og samþykkt:



"Nefndin tekur jákvætt í erindið og veltir fyrir sér hvort náms- og starfssráðgjafi geti sinnt fleiri verkefnum innan skólaþjónustu. Nefndin vísar erindinu til sveitarstjórnar."
Til máls tók: Jóna Björg.

Sveitarstjórn vísar erindinu til fjárhagsáætlanagerðar.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?