Fara í efni

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar

58. fundur 30. apríl 2025 kl. 13:00 - 14:50 í Þingey
Nefndarmenn
  • Gerður Sigtryggsdóttir
  • Knútur Emil Jónasson
  • Halldór Þorlákur Sigurðsson
  • Jóna Björg Hlöðversdóttir
  • Árni Pétur Hilmarsson var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Guðrún Sigríður Tryggvadóttir
  • Ragnhildur Hólm Sigurðardóttir var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Úlla Árdal
  • Eyþór Kári Ingólfsson var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Anna Bragadóttir
  • Arnór Benónýsson
  • Haraldur Bóasson
Starfsmenn
  • Margrét Hólm Valsdóttir
Fundargerð ritaði: Margrét Hólm Valsdóttir
Dagskrá

1.Atvinnu- og nýsköpunarnefnd Þingeyjarsveit - 19

Málsnúmer 2503007FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur til staðfestingar fundargerð 19. fundar atvinnu- og nýsköpunarnefndar frá 31. mars sl. Fundargerðin er í fjórum liðum. Engir liðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.
Arnór Benónýsson fór yfir fundargerðina.

Fundargerðin er staðfest.

2.Byggðarráð - 37

Málsnúmer 2503008FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur til staðfestingar fundargerð 37. fundar byggðarráðs sem haldinn var þann 1. apríl sl. Fundargerðin er í sjö liðum. Liðir 1, 2 og 5 þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar og eru sérstakir liðir á dagskrá fundarins.
Jóna Björg Hlöðversdóttir fór yfir fundargerðina.

Fundargerðin er staðfest.

3.Íþrótta-, tómstunda- og menningarnefnd Þingeyjarsveit - 24

Málsnúmer 2504002FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur til staðfestingar fundargerð 24. fundar íþrótta-, tómstunda- og menningarnefndar frá 8. apríl sl. Fundargerðin er í tveimur liðum og þarfnast báðir liðir afgreiðslu sveitarstjórnar og eru sér liðir á dagskrá.

Fundargerðin er staðfest.

4.Umhverfisnefnd - 31

Málsnúmer 2504003FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur til staðfestingar fundargerð 31. fundar umhverfisnefndar frá 10. apríl sl. Fundargerðin er í þremur liðum. Engir liðir þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar.
Arnór Benónýsson fór yfir fundargerðina.

Fundargerðin er staðfest.

5.Fræðslu- og velferðarnefnd Þingeyjarsveit - 25

Málsnúmer 2504004FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur til staðfestingar fundargerð 25. fundar fræðslu- og velferðarnefndar sem haldinn var 10. apríl sl. Fundargerðin er í fimm liðum. Liður 1 þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar og er sérliður á dagskrá fundarins.
Gerður Sigtryggsdóttir fór yfir fundargerðina.

Fundargerðin er staðfest.

6.Skipulagsnefnd - 35

Málsnúmer 2504001FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur til staðfestingar fundargerð 35. fundar skipulagsnefndar frá 9. apríl sl. Fundargerðin er í átta liðum. Liðir 2, 3, 4 og 8 þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar og eru sér fundarliðir á dagskrá fundarins.
Knútur Emil Jónasson fór yfir fundargerðina.

Fundargerðin er staðfest.

7.Jöfnunarsjóður - framlög til skólaaksturs

Málsnúmer 2310038Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar svar frá Jöfnunarsjóði varðandi skólaakstur í dreifbýli ásamt umbeðnum gögnum varðandi skólaakstur á landsvísu.
Til máls tóku: Gerður, Arnór og Gerður.

Við yfirferð á gögnum bendir til að ákveðið ósamræmi sé á milli innsendra gagna frá Þingeyjarsveit og gagna frá Jöfnunarsjóði. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að funda með forsvarsmönnum Jöfnunarsjóðs og leita útskýringa á þessu misræmi.

8.Náttúruverndarnefnd - stofnun og rekstur í samstarfi við sveitarfélögin

Málsnúmer 2503071Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur erindi sem tekið var fyrir á 490. fundi byggðarráðs Norðurþings þann 13. mars sl. þar sem samþykkt var að leita eftir samstarfi við sveitarfélögin á starfssvæði SSNE um stofnun og rekstur náttúruverndarnefndar. Norðurþing lýsir sig reiðubúið til að vera leiðandi sveitarfélag í starfi nefndarinnar. Óskað er eftir viðbrögðum frá sveitarfélögum í vor, td. fyrri partinn í maí.
Til máls tók: Jóna Björg.

Sveitarstjórn hefur falið umhverfisnefnd að fara með málefni fyrrum Náttúruverndar Þingeyinga í samræmi við lög um náttúruvernd nr. 60/2013 og 37. gr. sveitarstjórnarlaga.
Sveitarstjórn telur því ekki þörf á að taka þátt í þessu verkefni.

Samþykkt samhljóða.

9.Bárðarborg - rekstur húsnæðis

Málsnúmer 2504010Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur erindi frá Bárðarborg ehf. en sveitarfélagið á 24% eignarhlut í félaginu. Bárðarborg ehf. óskar eftir styrk til viðhalds og reksturs húsnæðis að upphæð 2. m.kr. Erindinu fylgir ársreikningur Bárðarborgar ehf.
Guðrún Tryggvadóttir lýsir yfir mögulegu vanhæfi sínu. Vanhæfi Guðrúnar er samþykkt samhljóða.

Guðrún vék af fundi kl. 13.45.

Sveitarstjórn samþykkir að veita Bárðarborg ehf. 2. millj.kr styrk sem tekinn er fyrir með viðauka undir dagskrárlið 18.

Samþykkt samhljóða.

Guðrún kom aftur til fundar kl. 13.46.

10.Úthlutun menningarstyrkja - Verklagsreglur ÍTM nefndar

Málsnúmer 2504015Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggja verklagsreglur íþrótta-, tómstunda- og menningarnefndar varðandi úthlutun menningarstyrkja.
Til máls tók: Gerður.

Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi verklagsreglur.

Samþykkt samhljóða.

11.Sparisjóður Suður-Þingeyinga - Aðalfundur 2025

Málsnúmer 2504032Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundarboð aðalfundar Sparisjóðs Suður-Þingeyinga sem verður haldinn 28. apríl kl. 18:30 á Fosshóteli Húsavík.
Leitað var samþykkis sveitarstjórnarfulltrúa í tölvupósti um að Gerður Sigtryggsdóttir færi með atkvæði sveitarfélagsins á aðalfundi Sparisjóðs Suður-Þingeyinga.

Samþykkt samhljóða.

12.Vettvangsakademía Hofstöðum

Málsnúmer 2504012Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur boð frá Elvu Björgu Einarsdóttur verkefnastjóra Vettvangskakademíu Hofstöðum fyrir hönd undirbúningsnefndar að stofnun slíkrar akademíu á Hofstöðum í Mývatnssveit. Þingeyjarsveit er boðið að koma að stofnun akademíunnar ásamt því að skipa aðila í stjórn hennar. Aðrir stofnaðilar yrðu Háskóli Íslands og Minjastofnun Íslands. Lágmarksstofnfé fyrir sjálfseignarstofnun vegna ársins 2025 er 1.670.000 og er gert ráð fyrir að sú greiðsla skiptist jafnt á milli stofnaðila.
Til máls tóku:Knútur, Jóna Björg, Knútur og Guðrún.

Sveitarstjórn fagnar stofnun Vettvangsakademíu á Hofstöðum í Mývatnssveit og samþykkir að verða stofnaðili og leggja til þriðjung stofnfjár á móti Háskóla Íslands og Minjastofnun. Stofnframlag er 557 þúsund sem er samþykkt með viðauka undir dagskrárlið 18.

Samþykkt samhljóða.

13.Heiðarhús - umsjón með gangnamanna húsi á Flateyjardalsheiði

Málsnúmer 2504034Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur bréf frá Arnóri Erlingssyni, Þverá á Dalsmynni, sem var móttekið 13. apríl, varðandi umsjón og viðhald gangnamanna hússins Heiðarhús á Flateyjardalsheiði.
Til máls tóku:Jóna Björg, Arnór, Gerður

Sveitarstjórn þakkar erindið og vísar erindinu til sviðstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs og felur honum og sveitarstjóra að funda með bréfriturum.

Samþykkt samhljóða.

Arnór lagði fram eftirfarandi bókun:

Sveitarstjórn beinir því til atvinnu- og nýsköpunarnefndar að hefja undirbúning um framtíðarsýn á nýtingu svæðisins til frambúðar.

Samþykkt samhljóða.

14.NPA samningar í umsjón Félagsþjónustu Norðurþings

Málsnúmer 2409048Vakta málsnúmer

Samkvæmt samningi fer Norðurþing með málefni fatlaðs fólk og félagsþjónustu. Fyrir sveitarstjórn liggur minnisblað frá sviðsstjóra fjölskyldusviðs þar sem fram kemur að framlag Þingeyjarsveitar vegna NPA samninga hækki um 10 m.kr. frá því sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun vegna ársins 2025. Nauðsynlegt er að mæta þessari hækkun með viðauka við fjárhagsáætlun 2025. Sá viðauki er á dagskrá fundarins undir 18. lið.
Sveitarstjórn samþykkir hækkun framlags Þingeyjarsveitar með viðauka undir dagskrárlið 18 hækkun um 10. millj. kr.

Samþykkt samhljóða.

15.Félagsheimilið Ýdalir - beiðni um gjaldskrárlækkun fyrir þorrablót Aðaldæla 2026

Málsnúmer 2504037Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur beiðni frá formanni þorrablótsnefndar Aðaldæla um gjaldskrárlækkun á félagsheimili Ýdölum vegna Þorrablóts Aðaldæla 2026.
Til máls tók: Knútur, Jóna Björg og Gerður.

Sveitarstjórn þakkar erindið en getur ekki orðið við beiðninni.

Samþykkt með átta atkvæðum Gerðar, Knúts, Arnórs, Úllu, Guðrúnar, Önnu, Halldórs og Haraldar. Jóna Björg greiðir atkvæði á móti.

16.Leigufélag Hvamms ehf - aðalfundarboð vegna rekstrarárs 2024

Málsnúmer 2504041Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur aðalfundarboð Leigufélags Hvamms ehf. sem haldinn verður þann 29. apríl kl. 12.30 að Garðarsbraut 5, Húsavík.
Leitað var samþykkis sveitarstjórnarfulltrúa í tölvupósti um að Gerður Sigtryggsdóttir færi með atkvæði sveitarfélagsins á aðalfundi Leigufélagsins Hvamms ehf.

Samþykkt samhljóða.

17.Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga - fjárhagsleg áhrif nýgerðra kjarasamninga við kennara

Málsnúmer 2504025Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fyrirspurn frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga þar sem óskað er eftir upplýsingum um fjárhagsleg áhrif nýgerðra kjarasamninga við kennara.
Fjárhagsleg áhrif nýgerðra kjarasamninga við kennara eru metin rúmar 33 milljónir kr. Unnið er að hagræðingaraðgerðum sem kynntar verða fyrir byggðarráði. Sveitarstjórn felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að svara erindinu.

Samþykkt samhljóða.

18.Fjárhagsáætlun 2025 - viðaukar

Málsnúmer 2502055Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur til afgreiðslu viðauki nr. 2. Viðaukinn er í þremur liðum:

a: Vegna hækkunar á þjónustusamningi vegna NPA þjónustu sem færist á málaflokk 02-520 Hækkun samnings er samtals 10 m.kr.

b: Styrkur til Bárðarborgar ehf. 2 m.kr. sem færist á málaflokk 05-890.

c: Stofnframlag til Vettvangsakademíunnar á Hofstöðum 557 þús. sem færist á fjárfestingu.

Viðaukinn verður fjármagnaður af handbæru fé.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlagðan viðauka.

19.Drög að áskorun vegna Flugklasans Air 66N

Málsnúmer 2504056Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggja drög að áskorun frá sveitarfélögunum á Norðurlandi vestra og eystra þar sem skorað er á ríkisstjórn Íslands og Alþingi að koma rekstri, uppbyggingu og markaðssetningu Akureyrarflugvallar fyrir hjá sérstakri stjórn eða félagi, sem hefur það að markmiði að alþjóðaflugvöllurinn sé byggður upp og kynntur sem ein af gáttum Íslands. Jafnframt að tryggja þessari stjórn eða félagi fjármagn til að sinna hlutverki sínu, ásamt því að tryggja fullnægjandi fjármögnun Flugþróunarsjóðs.
Til máls tóku:Knútur og Arnór,

Sveitarstjórn samþykkir drög að áskorun til stjórnvalda vegna Flugklasans Air 66N og felur sveitarstjóra að undirrita áskorunina fyrir hönd Þingeyjarsveitar.

Samþykkt samhljóða.

20.Umhverfis- og samgöngunefnd - til umsagnar 268. mál verndar- og orkunýtingaráætlun - bætt málsmeðferð og aukin skilvirkni

Málsnúmer 2504006Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur umsögn um 268. mál - Verndar- og orkunýtingaráætlun - bætt málsmeðferð og aukin skilvirkni, send frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis. Frestur til að senda inn umsögn er til og með 23. apríl n.k.



Til máls tók: Knútur.

Sveitarstjórn felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að senda inn umsögn til umhverfis- og samgöngunefndar, þar sem verður tekið undir áherslur samtaka orkusveitarfélaga.

Samþykkt samhljóða.

21.Umhverfis- og samgöngunefnd - umsögn 271. máls - stefnur og aðgerðaráætlanir á sviði húsnæðis- og skipulagsmála, samgöngu og byggðamála - stefnumörkun

Málsnúmer 2504031Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur til umsagnar 271. mál umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um stefnur og aðgerðaráætlanir á sviði húsnæðis- og skipulagsmála, samgöngu og byggðamála (stefnumörkun). Frestur til að senda inn umsögn er til og með 25. apríl nk.



Til máls tók: Gerður.

Sveitarstjórn felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að senda inn umsögn þar sem tekið er undir umsögn Byggðastofnunar frá 14. apríl 2025.

Samþykkt samhljóða.

22.Umhverfis- og samgöngunefnd - til umsagnar 272. mál - Sveitarstjórnarlög - mat á fjárhagslegum áhrifum

Málsnúmer 2504035Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur til umsagnar 272. mál umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um sveitarstjórnarlög (mat á fjárhagslegum áhrifum). Frestur til að senda inn umsögn er til og með 28. apríl.
Til máls tók: Knútur.

Sveitarstjórn fagnar framkomnu frumvarpi en sér ekki ástæðu til að senda inn umsögn að þessu sinni.

Samþykkt samhljóða.

23.Leikskólastarf - skipulag

Málsnúmer 2501059Vakta málsnúmer

Á 25. fundi fræðslu- og velferðarnefndar var eftirfarandi bókað og samþykkt:

"Fræðslu- og velferðarnefnd leggur til við sveitarstjórn að leikskólum Þingeyjarsveitar verði framvegis lokað í jólafríi og dymbilviku, alls 6-7 dagar. Þar að auki verði á skóladagatölum leikskóla 5-6 dagar þar sem foreldrar þurfa að skrá mætingu barna. Þeir foreldrar sem velja að hafa börn sín heima á skráningardögum fái niðurfelld leikskólagjöld í desember."
Til máls tók: Jóna Björg.

Sveitarstjórn samþykkir tillögu fræðslu- og velferðanefndar enda byggir hún á samkomulagi um betri vinnutíma sem felur í sér útfærslu á samningum um styttingu vinnuvikunnar.

Samþykkt samhljóða.

24.Vallakot - breyting á skráningu landeignar

Málsnúmer 2503079Vakta málsnúmer

Á 35. fundi skipulagsnefndar var eftirfarandi bókað og samþykkt varðandi umsókn landeigenda Vallakots um stofnun lóðar undir íbúðarhús sem verður Vallakot 2 og afmörkun á lóðinni Vallakoti landi (L180101).

"Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptagerð, enda samræmist hún skipulagsáætlunum. Nefndin telur að stofnun lóðarinnar hafi ekki áhrif á búrekstrarskilyrði jarðarinnar, sbr. 6. gr. jarðalaga nr. 81/2004. Málinu vísað til sveitarstjórnar."
Anna Bragadóttir bar upp vanhæfi vegna fundaliða 24. - 27. Vanhæfi Önnu var samþykkt samhljóða. Anna vék af fundi kl.14.23.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við landskiptagerð, enda samræmist hún skipulagsáætlunum.

Samþykkt samhljóða.

25.Goðafoss - umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir reiðleið og hestagerði

Málsnúmer 2502034Vakta málsnúmer

Á 35. fundi skipulagsnefndar var eftirfarandi bókað og samþykkt varðandi umsókn Náttúruverndarstofnunar um framkvæmdaleyfi fyrir reiðveg og hestagerði við Goðafoss og efnistöku til framkvæmdanna.

"Skipulagsnefnd samþykkir að veita undanþágu frá gildandi deiliskipulagi Goðafoss og umhverfis samkv. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem um svo óverulegt frávik er að ræða að hagsmunir annarra skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að fela skipulags- og byggingafulltrúa að að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 og 13. - 16. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með fyrirvara um samþykki landeiganda."
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skiplagsnefndar og felur skipulags- og byggingafulltrúa að að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 og 13. - 16. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með fyrirvara um samþykki landeiganda.

Samþykkt samhljóða.

26.Niðurrennslishola á M-9 á Þeistareykjum - umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 2503076Vakta málsnúmer

Á 35. fundi skipulagsnefndar var eftirfarandi bókað og samþykkt varðandi umsókn Landsvirkjunar um framkvæmdaleyfi fyrir niðurrennslisholu á Þeistareykjum og lagnaskurði að henni frá stöðvarhúsi:

"Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að fela skipulags- og byggingafulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 og 13. - 16. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að fenginni jákvæðri umsögn Minjastofnunar Íslands. "
Sveitarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar og felur skipulags- og byggingafulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 og 13. - 16. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að fenginni jákvæðri umsögn Minjastofnunar Íslands.

Samþykkt samhljóða.

27.Kvíhólanáma - umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 2503073Vakta málsnúmer

Á 35. fundi skipulagsnefndar var eftirfarandi bókað og samþykkt varðandi umsókn Landsvirkjunar um endurnýjun á efnistöku í Kvíhólanámu:

"Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að fela skipulags- og byggingafulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 og 13. - 16. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Sveitarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar og felur skipulags- og byggingafulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 og 13. - 16. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða.

Anna Bragadóttir kom aftur til fundar kl. 14.30

28.Íþrótta- og æskulýðsstarfs 2025 - styrkir

Málsnúmer 2504016Vakta málsnúmer

Á 24. fundi íþrótta-, tómstunda- og menningarnefndar var eftirfarandi bókað og samþykkt:

"Styrkir til íþrótta- og æskulýðsstarfs voru auglýstir þann 11. mars og rann umsóknarfrestur út þann 1. apríl sl. Þrjár umsóknir bárust. Íþrótta-, tómstunda- og menningarnefnd leggur til við sveitarstjórn að styrkja íþrótta- og æskulýðsstarf svohljóðandi: - Ungmennafélagið Eining: 100.000 kr. - Ungmennafélagið Efling: 650.000 kr. Öðrum umsóknum hafnað."
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu íþrótta- og tómstundanefndar.

Samþykkt samhljóða.

29.Sinfó í sundi - Samfélagsgleði um allt land í ágúst

Málsnúmer 2503002Vakta málsnúmer

Á 24. fundi íþrótta-, tómstunda- og menningarnefndar var eftirfarandi bókað og samþykkt:

"Sinfóníuhljómsveit Íslands heldur upp á 75 ára afmæli sitt á árinu 2025. Í tilefni afmælanna vill Sinfóníuhljómsveit Íslands leita eftir samstarfi við sveitarstjórnir um land allt um verkefnið Sinfó í sundi. Hvatt er til þess að sveitarstjórnir á hverjum stað bjóði upp á beina útsendingu í sundlaugum landsins frá tónleikunum Klassíkin okkar sem hefjast kl. 20:00 á RÚV þann 29. ágúst. Íþrótta-, tómstunda- og menningarnefnd Þingeyjarsveitar leggur til við sveitarstjórn að stutt verði við þennan viðburð. Hann fari fram í sundlauginni á Laugum, frítt yrði í sund og opnunartíminn lengdur. Hugsanlega mætti vera í samstarfi við Framhaldsskólann á Laugum m.a. um tækjabúnað."
Sveitarstjórn samþykkir tillögu íþrótta-, tómstunda- og menningarnefndar um þátttöku í afmælisári Sinfóníuhljómsveitar Íslands og felur sviðsstjóra fjölskyldusviðs að útfæra tillöguna í samráði við forstöðumann sundlaugarinnar.

Samþykkt samhljóða.

30.Eignastefna

Málsnúmer 2503072Vakta málsnúmer

Á 37. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað og samþykkt:

"Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að mótuð verði heildstæð stefna þar sem kemur fram heildaryfirlit yfir fasteignir, jarðir og lendur í eigu Þingeyjarsveitar. Lagt verði mat á hvaða eignir nýtast starfsemi sveitarfélagsins til framtíðar og mótuð tillaga að framtíðarsýn um ráðstöfun þeirra."
Til máls tók: Knútur.

Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að undirbúa stofnun starfshóps og leggja fyrir næsta sveitarstjórnarfund tillögu að erindisbréfi og kostnaði við störf hópsins.

Samþykkt samhljóða.

31.Matarskemman - samstarfssamningur um rekstur og nýtingu húsnæðis

Málsnúmer 2209034Vakta málsnúmer

Á 37. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað og samþykkt:

"Byggðarráð þakkar Ólafi fyrir upplýsingar um notkun íbúa sveitarfélagsins á aðstöðu í syðra bili í húsnæði Matarskemmunnar. Einnig fór Ólafur yfir framtíðarsýn um notkun húsnæðisins. Eyþór bar þá upp mögulegt vanhæfi þar sem hann er starfsmaður Útibús ehf. sem rekur Dalakofann. Gerður og Jóna Björg telja Eyþór vanhæfan að fjalla um málið. Eyþór telur sig ekki vanhæfan. Eyþór vék af fundi kl. 14:03. Í ljósi þess að húsnæði Matarskemmunnar hefur verið lítið notað af heimavinnsluaðilum felur byggðarráð sveitarstjóra að endurskoða leigusamning syðra bilsins þar sem kveðið er á um aðgengi heimavinnsluaðila að húsnæðinu og skil rekstraraðila á þóknun vegna notkunar til sveitarfélagsins, sem hefur séð um innheimtu. Byggðarráð leggur til að leigutaki taki yfir umsjón og innheimtu þóknunar vegna notkunar heimavinnsluaðila á húsnæðinu. Jafnframt leggur byggðarráð til að leiguverð verði samræmt í húsnæðinu. Samþykkt samhljóða. Eyþór kom aftur til fundar kl. 14:20."
Til máls tóku: Haraldur og Gerður.

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggðarráðs.

Samþykkt samhljóða.

32.Hluthafafundur 2025

Málsnúmer 2503069Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggja til kynningar gögn vegna hluthafafundar Norðurorku sem haldinn var í mars sl.

33.Náttúruhamfaratryggingar Íslands - ársfundur 2025

Málsnúmer 2504030Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur boð á ársfund Náttúruhamfaratrygginga Íslands sem haldinn verður 22. maí 2025 kl. 11:30 til 13:00 á Grand Hótel. Frestur til að skrá sig á fundinn er til 13. maí nk.
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að sitja fundinn fyrir hönd sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða.

34.Landskerfi bókasafna - aðalfundur 2025

Málsnúmer 2504005Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar aðalfundarboð Landskerfis bókasafna sem haldinn verður þriðjudaginn 6. maí kl. 14.

35.Mýsköpun - fréttabréf 2025

Málsnúmer 2504039Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar fréttabréf Mýsköpunar fyrir fyrsta ársfjórðung 2025.

36.Arndísarstaðir ehf. - Umsagnarbeiðni - Gistileyfi

Málsnúmer 2504036Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar afgeiðsla sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs vegna umsóknar Arndísarstaða ehf. um gistileyfi að Búhóli 1, 645 Fosshóli.

37.Freydís Lilja Þormóðsdóttir - umsagnarbeiðni vegna dansleiks í Ljósvetningabúð

Málsnúmer 2504048Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar afgreiðsla sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs vegna umsóknar Freydísar Lilju Þormóðsdóttur um tækifærisleyfi vegna skemmtanahalds í Ljósvetningabúð 2. maí nk.

38.Virkjanakostir vindorku - opið bréf til sveitarfélaga

Málsnúmer 2504053Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur opið bréf varðandi skaðsemi vindorkuvera á Íslandi

39.Svæðisráð norðursvæðis - fundargerðir

Málsnúmer 2311077Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggja fundargerðir 108. - 113. fundar svæðisráðs norðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs til kynningar.

40.Stjórn Norðurorku - fundargerðir

Málsnúmer 2305038Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar fundargerð 308. fundar stjórnar Norðurorku frá 25. mars sl.

41.Stjórn Norðurorku - fundargerðir

Málsnúmer 2305038Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar fundargerð eigendafundar Norðurorku frá 27. mars sl.

42.Urðarbrunnur - samantekt 2024 og ársreikningur

Málsnúmer 2504009Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar fundargerð og ársreikningur stjórnar Urðarbrunns menningarfélags frá 3. apríl 2025
Til máls tók: Gerður.

43.Samband íslenskra sveitarfélaga - Fundargerðir

Málsnúmer 2306029Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar fundargerðir 973., 974. 975. og 976. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 14., 19., 20. mars og frá 4. apríl sl.

44.Samtök sveitarfélaga á köldum svæðum - fundargerðir

Málsnúmer 2501052Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar fundargerð 80. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum frá 12. mars 2025. Vakin er athygli á eftirfarandi:

Umsóknarfrestur styrkja vegna átaksins "Jarðhiti jafnar leikinn" rennur út 1. maí nk. Sjá nánar á vef umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins.

Einnig er vakin athygli á jákvæðum skrefum á fyrstu mánuðum ársins í starfsemi Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum. Sjá nánar á heimasíðu samtakanna ssks.is
Til máls tóku: Knútur og Gerður.

Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til 1. júní nk.

45.Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi eystra - fundargerðir 2022-2026

Málsnúmer 2209048Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar fundargerð 72. fundar stjórnar SSNE frá 31. mars 2025.

46.Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi eystra - fundargerðir 2022-2026

Málsnúmer 2209048Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar fundargerð 66. fundar stjórnar SSNE frá 30. september 2024 en kynning hennar fórst fyrir á haustdögum 2024.

47.Samtök orkusveitarfélaga - fundargerðir

Málsnúmer 2311142Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggja fundargerðir 81. - 83. funda Samtaka orkusveitarfélaga til kynningar.
Til máls tók: Knútur.

48.Heilbrigðisnefnd Norðurlandssvæðis eystra - Fundargerðir

Málsnúmer 2307011Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar fundargerð 241. fundar stjórnar Heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra frá 9. apríl 2025.
Til máls tók: Gerður.

49.Mývatnsstofa - aðalfundur 2025 og ársreikningur fyrir 2024

Málsnúmer 2503059Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar fundargerð aðalfundar Mývatnsstofu sem haldinn var þann 26. mars sl. Einnig liggur ársreikningur Mývatnsstofu fyrir sveitarstjórn.
Sveitarstjórn fagnar góðri afkomu Mývatnsstofu og því góða samstarfi sem er við félagið.

Samþykkt samhljóða.

Fundi slitið - kl. 14:50.

Getum við bætt efni þessarar síðu?