Fara í efni

Vettvangsakademía Hofstöðum

Málsnúmer 2504012

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar - 58. fundur - 30.04.2025

Fyrir sveitarstjórn liggur boð frá Elvu Björgu Einarsdóttur verkefnastjóra Vettvangskakademíu Hofstöðum fyrir hönd undirbúningsnefndar að stofnun slíkrar akademíu á Hofstöðum í Mývatnssveit. Þingeyjarsveit er boðið að koma að stofnun akademíunnar ásamt því að skipa aðila í stjórn hennar. Aðrir stofnaðilar yrðu Háskóli Íslands og Minjastofnun Íslands. Lágmarksstofnfé fyrir sjálfseignarstofnun vegna ársins 2025 er 1.670.000 og er gert ráð fyrir að sú greiðsla skiptist jafnt á milli stofnaðila.
Til máls tóku:Knútur, Jóna Björg, Knútur og Guðrún.

Sveitarstjórn fagnar stofnun Vettvangsakademíu á Hofstöðum í Mývatnssveit og samþykkir að verða stofnaðili og leggja til þriðjung stofnfjár á móti Háskóla Íslands og Minjastofnun. Stofnframlag er 557 þúsund sem er samþykkt með viðauka undir dagskrárlið 18.

Samþykkt samhljóða.

Byggðarráð - 38. fundur - 08.05.2025

Fyrir byggðarráði liggja drög að skipulagsskrá Vettvangsakademíu á Hofsstöðum en á 58. fundi sveitarstjórnar var samþykkt að sveitarfélagið yrði einn af þrem stofnaðilum.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi drög og felur sveitarstjóra að undirrita þau fyrir hönd sveitarfélagsins.
Getum við bætt efni þessarar síðu?