Byggðarráð
Dagskrá
1.Veitur úttekt - lokaskýrsla
Málsnúmer 2311003Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráð liggur lokaskýrsla um úttekt á veitum Þingeyjarsveitar.
Í skýrslunni er gerð úttekt á fráveitu og ofanvatnskerfi ásamt hitavatnsveitu og kaldavatnsveitu í þéttbýlum sveitarfélagsins. Verkefnið snerist um að greina ástand kerfanna og gera viðhalds- og framkvæmdaáætlun til allt að 10 ára. Byggðarráð vísar skýrslunni til umfjöllunar í sveitarstjórn.
2.Þingeyjarskóli - ósk um endurnýjun leiktækja
Málsnúmer 2504052Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur ósk frá nemendum 8. og 9. bekkjar Þingeyjarskóla um endurnýjun leiktækja á skólalóðinni.
Byggðarráð þakkar 8. og 9. bekk fyrir erindið. Fyrir fjárhagsáætlun lá erindi um endurnýjun leiktækja við Þingeyjarskóla, því miður var ekki hægt að verða við beiðninni á þessu ári. Verður málið tekið fyrir aftur við fjárhagsáætlunargerð 2026, jafnframt er erindinu beint til starfshóps um skólastefnu og óskar byggðarráð eftir að starfshópurinn leggi mat á þörf á viðhaldi og endurnýjun á skólalóðum sveitarfélagsins.
Byggðarráð felur sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs og sviðsstjóra fjölskyldusviðs að leita leiða innan fjárheimilda um nauðsynlegar úrbætur sem gætu fallið undir fjárhagsáætlun ársins.
Byggðarráð felur sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs og sviðsstjóra fjölskyldusviðs að leita leiða innan fjárheimilda um nauðsynlegar úrbætur sem gætu fallið undir fjárhagsáætlun ársins.
3.Birkihraun 6 - söluferli
Málsnúmer 2505005Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggja fyrir tvö kauptilboð í eignina Birkihraun 6. Tilboðin eru lögð fram sem trúnaðarmál.
Byggðarráð samþykkir að ganga að hærra tilboði í eignina Birkihraun 6. Sveitarstjóra er falið að svara tilboðinu í samræmi við afgreiðslu byggðarráðs með fyrirvara um staðfestingu sveitarstjórnar.
4.Áfangastaðastofa Norðurlands - þjónustusamningur milli Þingeyjarsveitar og SSNE
Málsnúmer 2505007Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggja drög að þjónustusamningi milli Þingeyjarsveitar og SSNE vegna áfangastaðastofu Norðurlands. Einnig afrit af fyrrnefndum samningi SSNE annars vegar við Ferðamálastofu.
Byggðarráð samþykkir endurnýjun á samningi og felur sveitarstjóra að undirrita fyrir hönd sveitarfélagsins enda er gert ráð fyrir framlagi til áfangastaðastofu í fjárhagsáætlun ársins.
5.Tröllasteinn ehf. - aðalfundur 2024
Málsnúmer 2505009Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur aðalfundarboð Tröllasteins ehf. vegna ársins 2024, haldinn á Narfastöðum í Reykjadal mánudaginn 19. maí 2025 kl. 13:30.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að fara með umboð sveitarfélagsins á fundinum.
6.Fjölskyldusvið
Málsnúmer 2504021Vakta málsnúmer
Ásta Fönn Flosadóttir kom til fundar og fór yfir mönnun skólanna næsta vetur.
Byggðarráð þakkar Ástu Fönn fyrir greinargóða yfirferð þar sem m.a. farið var yfir mönnun skóla og leikskóla næsta vetur.
7.Umhverfis- og framkvæmdasvið
Málsnúmer 2409022Vakta málsnúmer
Sveitarstjóri fór yfir stöðu framkvæmda í fjarveru sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs.
Byggðarráð þakkar sveitarstjóra yfirferðina og gerir ráð fyrir að sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs komi inn á næsta fund byggðarráðs.
8.Vettvangsakademía Hofstöðum
Málsnúmer 2504012Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggja drög að skipulagsskrá Vettvangsakademíu á Hofsstöðum en á 58. fundi sveitarstjórnar var samþykkt að sveitarfélagið yrði einn af þrem stofnaðilum.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi drög og felur sveitarstjóra að undirrita þau fyrir hönd sveitarfélagsins.
9.Orkufundur - hvernig sveitarfélög og ríki geta sameinað krafta sína
Málsnúmer 2504057Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur fundarboð á Orkufund Samtaka orkusveitarfélaga mánudaginn 26. maí í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ kl. 9 - 12.
Byggðarráð felur Knúti Emil Jónassyni að sitja fundinn fyrir hönd sveitarfélagsins.
10.Uppbygging hjúkrunarheimila - breyting á fjármögnun
Málsnúmer 2504058Vakta málsnúmer
Fyrir byggðarráði liggur fyrir til kynningar bókun frá byggðarráði Norðurþings um breytingar á fjármögnun vegna uppbyggingar hjúkrunarheimila.
Fundi slitið - kl. 16:00.