Fara í efni

Umhverfis- og framkvæmdasvið

Málsnúmer 2409022

Vakta málsnúmer

Byggðarráð - 35. fundur - 20.02.2025

Ingimar Ingimarsson sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs kom til fundar og fór yfir verkefnin sem eru á fjárhagsáætlun 2025 og áætlun um framkvæmdir.
Byggðarráð þakkar Ingimari fyrir greinargóða yfirferð yfir viðamikla framkvæmdaáætlun sveitarfélagsins. Byggðarráð óskar eftir að sviðsstjóri komi reglulega til fundar og upplýsi byggðarráð um stöðu framkvæmda.

Eyþór Kári lagði fram eftirfarandi bókun:
Ég tel að yfirferð eins og þessi eigi erindi við alla sveitarstjórn, þar sem allir kjörnir fulltrúar eru upplýstir og geta spurt um gang mála milliliðalaust.

Byggðarráð - 37. fundur - 01.04.2025

Ingimar Ingimarsson kom til fundar við byggðarráð og fór yfir stöðu framkvæmda.
Byggðarráð þakkar Ingimar fyrir greinargóða yfirferð og gerir ráð fyrir að hann kynni stöðu framkvæmda aftur í maí.

Byggðarráð - 38. fundur - 08.05.2025

Sveitarstjóri fór yfir stöðu framkvæmda í fjarveru sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs.
Byggðarráð þakkar sveitarstjóra yfirferðina og gerir ráð fyrir að sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs komi inn á næsta fund byggðarráðs.
Getum við bætt efni þessarar síðu?