Fara í efni

Kynning frá fjölskyldusviði

Málsnúmer 2504021

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og velferðarnefnd Þingeyjarsveit - 25. fundur - 10.04.2025

Sviðsstjóri fjölskyldusviðs er með stutta kynningu.
Sviðsstjóri fjölskyldusviðs sagði frá skipulagi sameiginlegra starfsdaga leik-, grunn- og tónlistarskóla Þingeyjarsveitar sem fram fóru 3. og 4 apríl sl.
Fyrri daginn var sameiginleg dagskrá í Stórutjarnaskóla.
Seinni daginn fór allt starfsfólk í heimsóknir í skóla og leikskóla á Akureyri og í Eyjafjarðarsveit. Tónlistarkennarar heimsóttu Tónlistarskóla Eyjafjarðar.

Fræðslu- og velferðarnefnd þakkar fyrir kynninguna. Nefndin lýsir yfir mikilli ánægju með þessa samvinnu skólanna og hvetur eindregið til áframhaldandi samvinnu.

Byggðarráð - 38. fundur - 08.05.2025

Ásta Fönn Flosadóttir kom til fundar og fór yfir mönnun skólanna næsta vetur.
Byggðarráð þakkar Ástu Fönn fyrir greinargóða yfirferð þar sem m.a. farið var yfir mönnun skóla og leikskóla næsta vetur.
Getum við bætt efni þessarar síðu?