Fara í efni

Þingeyjarskóli - ósk um endurnýjun leiktækja

Málsnúmer 2504052

Vakta málsnúmer

Byggðarráð - 38. fundur - 08.05.2025

Fyrir byggðarráði liggur ósk frá nemendum 8. og 9. bekkjar Þingeyjarskóla um endurnýjun leiktækja á skólalóðinni.
Byggðarráð þakkar 8. og 9. bekk fyrir erindið. Fyrir fjárhagsáætlun lá erindi um endurnýjun leiktækja við Þingeyjarskóla, því miður var ekki hægt að verða við beiðninni á þessu ári. Verður málið tekið fyrir aftur við fjárhagsáætlunargerð 2026, jafnframt er erindinu beint til starfshóps um skólastefnu og óskar byggðarráð eftir að starfshópurinn leggi mat á þörf á viðhaldi og endurnýjun á skólalóðum sveitarfélagsins.
Byggðarráð felur sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs og sviðsstjóra fjölskyldusviðs að leita leiða innan fjárheimilda um nauðsynlegar úrbætur sem gætu fallið undir fjárhagsáætlun ársins.
Getum við bætt efni þessarar síðu?