Náttúruverndarnefnd - stofnun og rekstur í samstarfi við sveitarfélögin
Málsnúmer 2503071
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Þingeyjarsveitar - 58. fundur - 30.04.2025
Fyrir sveitarstjórn liggur erindi sem tekið var fyrir á 490. fundi byggðarráðs Norðurþings þann 13. mars sl. þar sem samþykkt var að leita eftir samstarfi við sveitarfélögin á starfssvæði SSNE um stofnun og rekstur náttúruverndarnefndar. Norðurþing lýsir sig reiðubúið til að vera leiðandi sveitarfélag í starfi nefndarinnar. Óskað er eftir viðbrögðum frá sveitarfélögum í vor, td. fyrri partinn í maí.
Sveitarstjórn hefur falið umhverfisnefnd að fara með málefni fyrrum Náttúruverndar Þingeyinga í samræmi við lög um náttúruvernd nr. 60/2013 og 37. gr. sveitarstjórnarlaga.
Sveitarstjórn telur því ekki þörf á að taka þátt í þessu verkefni.
Samþykkt samhljóða.