Fara í efni

Bárðarborg - rekstur húsnæðis

Málsnúmer 2504010

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar - 58. fundur - 30.04.2025

Fyrir sveitarstjórn liggur erindi frá Bárðarborg ehf. en sveitarfélagið á 24% eignarhlut í félaginu. Bárðarborg ehf. óskar eftir styrk til viðhalds og reksturs húsnæðis að upphæð 2. m.kr. Erindinu fylgir ársreikningur Bárðarborgar ehf.
Guðrún Tryggvadóttir lýsir yfir mögulegu vanhæfi sínu. Vanhæfi Guðrúnar er samþykkt samhljóða.

Guðrún vék af fundi kl. 13.45.

Sveitarstjórn samþykkir að veita Bárðarborg ehf. 2. millj.kr styrk sem tekinn er fyrir með viðauka undir dagskrárlið 18.

Samþykkt samhljóða.

Guðrún kom aftur til fundar kl. 13.46.
Getum við bætt efni þessarar síðu?