Fara í efni

Mývatnsstofa - aðalfundur 2025

Málsnúmer 2503059

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar - 57. fundur - 27.03.2025

Fyrir sveitarstjórn liggur aðalfundarboð Mývatnsstofu sem áður var sent sveitarstjórnarfulltrúum í tölvupósti. Aðalfundur var haldinn 26. mars 2025 kl. 13 í stóra fundarherbergi á Gíg - gestastofu.
Þar sem aðalfundurinn fór fram þann 26. mars sl. var leitað eftir staðfestingu sveitarstjórnar í tölvupósti um þá tillögu að sveitarstjóri færi með umboð sveitarfélagsins á fundinum og að Arnór Benónýsson yrði fulltrúi sveitarfélagsins í stjórn Mývatnsstofu.
Gerður, Arnór, Jóna Björg, Árni Pétur, Ragnhildur og Knútur samþykktu fyrirliggjandi tillögu. Haraldur, Halldór og Eyþór sátu hjá.

Sveitarstjórn staðfestir áður staðfesta afgreiðslu sem send var í tölvupósti.

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar - 58. fundur - 30.04.2025

Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar fundargerð aðalfundar Mývatnsstofu sem haldinn var þann 26. mars sl. Einnig liggur ársreikningur Mývatnsstofu fyrir sveitarstjórn.
Sveitarstjórn fagnar góðri afkomu Mývatnsstofu og því góða samstarfi sem er við félagið.

Samþykkt samhljóða.

Getum við bætt efni þessarar síðu?