NPA samningar í umsjón Félagsþjónustu Norðurþings
Málsnúmer 2409048
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Þingeyjarsveitar - 58. fundur - 30.04.2025
Samkvæmt samningi fer Norðurþing með málefni fatlaðs fólk og félagsþjónustu. Fyrir sveitarstjórn liggur minnisblað frá sviðsstjóra fjölskyldusviðs þar sem fram kemur að framlag Þingeyjarsveitar vegna NPA samninga hækki um 10 m.kr. frá því sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun vegna ársins 2025. Nauðsynlegt er að mæta þessari hækkun með viðauka við fjárhagsáætlun 2025. Sá viðauki er á dagskrá fundarins undir 18. lið.
Samþykkt samhljóða.