Drög að áskorun vegna Flugklasans Air 66N
Málsnúmer 2504056
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Þingeyjarsveitar - 58. fundur - 30.04.2025
Fyrir sveitarstjórn liggja drög að áskorun frá sveitarfélögunum á Norðurlandi vestra og eystra þar sem skorað er á ríkisstjórn Íslands og Alþingi að koma rekstri, uppbyggingu og markaðssetningu Akureyrarflugvallar fyrir hjá sérstakri stjórn eða félagi, sem hefur það að markmiði að alþjóðaflugvöllurinn sé byggður upp og kynntur sem ein af gáttum Íslands. Jafnframt að tryggja þessari stjórn eða félagi fjármagn til að sinna hlutverki sínu, ásamt því að tryggja fullnægjandi fjármögnun Flugþróunarsjóðs.
Sveitarstjórn samþykkir drög að áskorun til stjórnvalda vegna Flugklasans Air 66N og felur sveitarstjóra að undirrita áskorunina fyrir hönd Þingeyjarsveitar.
Samþykkt samhljóða.