Jöfnunarsjóður - framlög til skólaaksturs
Málsnúmer 2310038
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Þingeyjarsveitar - 58. fundur - 30.04.2025
Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar svar frá Jöfnunarsjóði varðandi skólaakstur í dreifbýli ásamt umbeðnum gögnum varðandi skólaakstur á landsvísu.
Við yfirferð á gögnum bendir til að ákveðið ósamræmi sé á milli innsendra gagna frá Þingeyjarsveit og gagna frá Jöfnunarsjóði. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að funda með forsvarsmönnum Jöfnunarsjóðs og leita útskýringa á þessu misræmi.