Fara í efni

Vallakot - breyting á skráningu landeignar

Málsnúmer 2503079

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 35. fundur - 09.04.2025

Tekin fyrir umsókn frá Hákoni Jenssyni merkjalýsanda f.h. landeiganda Vallakots um stofnun lóðar undir íbúðarhús, sem verður Vallakot 2 og afmörkun á lóðinni Vallakoti landi (L180101). Ekkert deiliskipulag er í gildi en í aðalskipulagi er svæðið skilgreint sem landbúnaðarland.

Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptagerð, enda samræmist hún skipulagsáætlunum. Nefndin telur að stofnun lóðarinnar hafi ekki áhrif á búrekstrarskilyrði jarðarinnar, sbr. 6. gr. jarðalaga nr. 81/2004. Málinu vísað til sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar - 58. fundur - 30.04.2025

Á 35. fundi skipulagsnefndar var eftirfarandi bókað og samþykkt varðandi umsókn landeigenda Vallakots um stofnun lóðar undir íbúðarhús sem verður Vallakot 2 og afmörkun á lóðinni Vallakoti landi (L180101).

"Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við landskiptagerð, enda samræmist hún skipulagsáætlunum. Nefndin telur að stofnun lóðarinnar hafi ekki áhrif á búrekstrarskilyrði jarðarinnar, sbr. 6. gr. jarðalaga nr. 81/2004. Málinu vísað til sveitarstjórnar."
Anna Bragadóttir bar upp vanhæfi vegna fundaliða 24. - 27. Vanhæfi Önnu var samþykkt samhljóða. Anna vék af fundi kl.14.23.

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við landskiptagerð, enda samræmist hún skipulagsáætlunum.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?