Fara í efni

Vegagerðin - þjónusta við malarvegi í sveitarfélaginu

Málsnúmer 2406049

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar - 66. fundur - 09.10.2025

Til umræðu er ástand malarvega í sveitarfélaginu en á þessu kjörtímabili hefur sveitarstjórn bókað þrisvar sinnum um bágt ástand þeirra.
Til máls tóku: Jóna Björg og Knútur.

Sveitarstjórn leggur áherslu á að ástand malarvega í sveitarfélaginu þarf að bæta og hefla þarf malarvegi fyrir haustið svo ástand veganna sé bærilegt fram eftir hausti og framkvæmdum verði lokið fyrir frost og vetur. Vert er að minna á að vegi með bundnu slitlagi þarf ekki að hefla.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?