Þingeyjarskóli - staða nýs salernis og fatahengis - bréf til sveitarstjórnar frá nemendum unglingastigs
Málsnúmer 2510007
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Þingeyjarsveitar - 66. fundur - 09.10.2025
Fyrir sveitarstjórn liggur bréf frá nemendum unglingastigs Þingeyjarskóla er varðar framgang endurbóta á salernis- og fatahengisaðstöðu skólans.
Sveitarstjórn þakkar nemendum erindið og biðst velvirðingar á þeim óþægindum sem framkvæmdirnar hafa valdið. Samkvæmt framkvæmdaáætlun átti þeim að vera lokið fyrir skólasetningu en því miður tókst það ekki. Verkið hefur verið unnið samhliða öðrum lagfæringum á sturtuklefum í Ýdölum og hafa iðnaðarmenn verið samnýttir í verkin. Verkinu er að stærstum hluta lokið og salerni og snagarými komið í notkun. Lokafrágangi verði hagað þannig að sem minnst truflun verði að.
Samþykkt samhljóða.