Fara í efni

Reykjahlíð - Jarðkönnun

Málsnúmer 2509017

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar - 66. fundur - 09.10.2025

Samhliða endurskoðun aðalskipulags óskaði sveitarstjórn eftir því að gerð yrði jarðkönnun á svæðinu austan Múlavegar í Reykjahlíð m.t.t. sprungumyndana. Fyrir sveitarstjórn liggur tilboð frá Eflu í slíka jarðkönnun þar sem gert er ráð fyrir vinnu auk drónamynda samtals að fjárhæð 4 m.kr.
Anna Bragadóttir bar upp vanhæfi undir þessum lið.
Samþykkt samhljóða.

Anna yfirgaf fundinn kl. 13.05.

Til máls tók: Knútur.

Sveitarstjórn samþykkir tilboð Eflu hf. og felur sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs að ganga að tilboðinu. Framkvæmdin verður fjármögnun af handbæru fé skv. viðauka við fjárhagsáætlun sem tekinn verður fyrir undir næsta dagskrárlið.

Samþykkt samhljóða.

Anna Bragadóttir kom aftur til fundar kl. 13.06.
Getum við bætt efni þessarar síðu?