Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar
Dagskrá
1.Ungmennaráð Þingeyjarsveitar - tilnefningar
Málsnúmer 2511042Vakta málsnúmer
Í samræmi við 2. gr. erindisbréfs ungmennaráðs Þingeyjarsveitar var óskað eftir tilnefningum frá skólunum og íþrótta-, tómstunda- og menningarnefnd (ÍTM-nefnd). Tilnefningar hafa borist frá öllum aðilum og eru eftirfarandi:
Reykjahlíðarskóli: Aðalmaður Amelia Ásdís Kozaczek, til vara Sigrún Arnarsdóttir. Stórutjarnaskóli: Aðalmaður Hörður Smári Garðarsson, til vara Auður Tinna Auðunsdóttir. Þingeyjarskóli: Aðalmaður Hafdís Tinna Pétursdóttir, til vara Þór Sæmundarson. Framhaldsskólinn á Laugum: Aðalmaður Sigurveig Birna Snorradóttir, til vara Ellý Rún Ragúels Jóhannsdóttir. ÍTM-nefnd: Aðalmaður Daníel Róbert Magnússon, til vara Sigtryggur Karl Jónsson
Reykjahlíðarskóli: Aðalmaður Amelia Ásdís Kozaczek, til vara Sigrún Arnarsdóttir. Stórutjarnaskóli: Aðalmaður Hörður Smári Garðarsson, til vara Auður Tinna Auðunsdóttir. Þingeyjarskóli: Aðalmaður Hafdís Tinna Pétursdóttir, til vara Þór Sæmundarson. Framhaldsskólinn á Laugum: Aðalmaður Sigurveig Birna Snorradóttir, til vara Ellý Rún Ragúels Jóhannsdóttir. ÍTM-nefnd: Aðalmaður Daníel Róbert Magnússon, til vara Sigtryggur Karl Jónsson
Sveitarstjórn staðfestir tilnefningar í ungmennaráð og óskar fulltrúum góðs gengis í sínum störfum.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
2.Mýsköpun - hlutafjáraukning
Málsnúmer 2512048Vakta málsnúmer
Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð hluthafafundar Mýsköpunar frá 18. desember sl. Einnig fylgir með tilkynning til hluthafa Mýsköpunar ehf. um hlutafjárhækkun ásamt yfirliti um forgangsrétt hluthafa m.v. 18. desember 2025. Frestur til að tilkynna um hvort hluthafar hyggist nýta sér forkaupsrétt er til 20. janúar 2026.
Til máls tóku: Árni Pétur og Gerður.
Sveitarstjórn samþykkir að nýta sér forkaupsrétt sinn í tengslum við hlutafjáraukningu í Mýsköpun.
Samþykkt samhljóða.
Sveitarstjórn samþykkir að nýta sér forkaupsrétt sinn í tengslum við hlutafjáraukningu í Mýsköpun.
Samþykkt samhljóða.
3.Atvinnuefling Þingeyjarsveitar ehf. - fundargerðir
Málsnúmer 2308033Vakta málsnúmer
Fyrir sveitarstjórn liggur til staðfestingar fundargerð stjórnar Atvinnueflingar Þingeyjarsveitar frá 30.12.2025.
Til máls tók: Knútur.
Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina.
Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina.
4.Matarskemman ehf. - slit
Málsnúmer 2512034Vakta málsnúmer
Matarskemman ehf var stofnuð árið 2013 til að halda utan um eignarhlut Þingeyjarsveitar í Iðnbæ á Laugum og starfsemi í húsnæðinu til fullvinnslu matvæla. Engin starfsemi hefur verið í félaginu á undanförnum árum. Fyrir sveitarstjórn liggur tillaga frá stjórn Atvinnueflingar Þingeyjarsveitar um að slíta félaginu.
Til máls tók: Gerður.
Sveitarstjórn samþykkir slit á Matarskemmunni ehf og felur sveitarstjóra að vinna málið áfram.
Samþykkt samhljóða.
Sveitarstjórn samþykkir slit á Matarskemmunni ehf og felur sveitarstjóra að vinna málið áfram.
Samþykkt samhljóða.
5.Kjarni ehf. - slit
Málsnúmer 2512033Vakta málsnúmer
Kjarni ehf var stofnað árið 2003 af Þingeyjarsveit, Sparisjóði Suður-Þingeyinga ásamt nokkrum einstaklingum á Laugum. Tilgangur félagsins var að stuðla að atvinnuuppbyggingu á Laugum og nágrenni. Engin starfsemi hefur verið í félaginu á undanförnum árum. Stjórn Atvinnueflingar Þingeyjarsveitar leggur hér til við sveitarstjórn að félaginu verði slitið.
Til máls tóku: Gerður og Arnór.
Sveitarstjórn samþykkir slit á félaginu Kjarna ehf og felur sveitarstjóra að vinna málið áfram.
Samþykkt samhljóða.
Sveitarstjórn samþykkir slit á félaginu Kjarna ehf og felur sveitarstjóra að vinna málið áfram.
Samþykkt samhljóða.
6.Starfshópur um eignastefnu
Málsnúmer 2601001Vakta málsnúmer
Fyrir sveitarstjórn liggur tillaga um breytingu á skipan starfshóps um eignastefnu, að Knútur Emil Jónasson komi í stað Gerðar Sigtryggsdóttur.
Til máls tók: Knútur.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
7.Búnaðarstyrkur refa- og minkaveiðimanna - úthlutunarreglur
Málsnúmer 2601007Vakta málsnúmer
Fyrir sveitarstjórn liggja til afgreiðslu drög að úthlutunarreglum vegna búnaðarstyrks refa- og minkaveiðimanna sbr. 4.gr. reglna Þingeyjarsveitar um refa- og minkaveiði í Þingeyjarsveit sem samþykktar voru af sveitarstjórn á 47. fundi þann 22.08.2024.
Sveitarstjórn samþykkir úthlutunarreglurnar og felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að birta þær á heimasíðu sveitarfélagsins.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.
8.Ráðningarsamningur sveitarstjóra
Málsnúmer 2601009Vakta málsnúmer
Fyrir sveitarstjórn liggur til staðfestingar ráðningarsamningur við sveitarstjóra, Gerði Sigtryggsdóttur.
Til máls tók: Knútur.
Sveitarstjórn staðfestir framlagðan ráðningarsamning við sveitarstjóra.
Samþykkt samhljóða.
Sveitarstjórn staðfestir framlagðan ráðningarsamning við sveitarstjóra.
Samþykkt samhljóða.
9.Reykjahlíð - Jarðkönnun
Málsnúmer 2509017Vakta málsnúmer
Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar, minnisblað frá Eflu um jarðkönnun vegna fyrirhugaðrar stækkunar núverandi íbúðasvæðis við Reykjahlíð. Við vinnu aðalskipulags sveitarfélagsins var ákveðið að skipulagning nýrrar byggðar yrði m.a. byggð á sprungukortlagningu og áhættumati.
Til máls tók: Knútur.
10.Fjármál sveitarfélaga - breyting á reglugerð um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga
Málsnúmer 2512050Vakta málsnúmer
Fyrir sveitarstjórn liggur bréf frá innviðaráðuneytinu vegna reglugerðar um breytingu á 4. gr. fylgiskjals 1 við reglugerð nr. 1212/2015 um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga. Einnig afrit af reglugerðinni sem send verður til birtingar í Stjórnartíðindum á næstu dögum. Reglugerðin öðlast gildi 1. janúar 2026.
Til máls tók: Gerður.
11.Matarskemman - ársreikningur 2024
Málsnúmer 2512051Vakta málsnúmer
Fyrir sveitarstjórn liggur ársreikningur Matarskemmunnar 2024
12.Kjarni ehf. - ársreikningur 2024
Málsnúmer 2512052Vakta málsnúmer
Fyrir sveitarstjórn liggur ársreikningur Kjarna ehf. fyrir 2024.
13.Almannavarnarnefnd - fundargerð haustfundar og rekstraráætlun
Málsnúmer 2512030Vakta málsnúmer
Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar fundargerð haustfundar Almannavarnarnefndar í umdæmi Lögreglustjóra Norðurlands eystra og rekstraráætlun fyrir árið 2026.
14.Samband íslenskra sveitarfélaga - Fundargerðir
Málsnúmer 2306029Vakta málsnúmer
Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar fundargerð 990. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 5.desember s.l.
15.Farsældarráð Norðurlands eystra - fundargerðir
Málsnúmer 2512037Vakta málsnúmer
Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar fundargerð 1. fundar stjórnar Farsældarráðs Norðurlands eystra frá 3. desember s.l.
16.Samband íslenskra sveitarfélaga - Fundargerðir
Málsnúmer 2306029Vakta málsnúmer
Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar fundargerð 991. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 12. desember s.l.
17.Heilbrigðisnefnd Norðurlandssvæðis eystra - fundargerðir
Málsnúmer 2307011Vakta málsnúmer
Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar fundargerð 245. fundar stjórnar Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra frá 17. desember s.l.
Fundi slitið - kl. 13:24.
Einnig óskaði hann eftir að bæta eftirtöldum liðum með afbrigðum inn á dagskrá fundarins:
Liður 8 - Ráðningarsamningur sveitarstjóra
Samþykkt samhljóða.
Liður 9 - Reykjahlíð - Jarðkönnun
Samþykkt samhljóða.