Mýsköpun - hlutafjáraukning
Málsnúmer 2512048
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Þingeyjarsveitar - 71. fundur - 08.01.2026
Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð hluthafafundar Mýsköpunar frá 18. desember sl. Einnig fylgir með tilkynning til hluthafa Mýsköpunar ehf. um hlutafjárhækkun ásamt yfirliti um forgangsrétt hluthafa m.v. 18. desember 2025. Frestur til að tilkynna um hvort hluthafar hyggist nýta sér forkaupsrétt er til 20. janúar 2026.
Sveitarstjórn samþykkir að nýta sér forkaupsrétt sinn í tengslum við hlutafjáraukningu í Mýsköpun.
Samþykkt samhljóða.