Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar
1.Ungmennaráð - fundargerðir
Málsnúmer 2512055Vakta málsnúmer
Ungmennaráð skorar á sveitarstjórn að láta yfirfara leiktæki og útisvæði við grunnskóla Þingeyjarsveitar með það að markmiði að lagfæra það sem er úr sér gengið þannig að öryggi nemenda sé ekki ógnað við notkun tækjanna.
Til máls tók: Knútur.
Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina.
2.Atvinnu- og nýsköpunarnefnd Þingeyjarsveit - 25
Málsnúmer 2601002FVakta málsnúmer
Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina.
3.Skipulagsnefnd - 45
Málsnúmer 2601003FVakta málsnúmer
Til máls tók: Jóna Björg um lið nr. 5 "Niðurfelling af vegaskrá".
Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina.
4.Umhverfisnefnd - 32
Málsnúmer 2601004FVakta málsnúmer
Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina.
5.Íþrótta-, tómstunda- og menningarnefnd Þingeyjarsveit - 28
Málsnúmer 2512006FVakta málsnúmer
Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina.
6.Fræðslu- og velferðarnefnd Þingeyjarsveit - 32
Málsnúmer 2512001FVakta málsnúmer
Til máls tók: Knútur.
Sveitarstjórn staðfestir fundargerðina.
7.Stjórnskipulag Þingeyjarsveitar - beiðni um endurskoðun
Málsnúmer 2404054Vakta málsnúmer
Óskað var eftir fjölgun fulltrúa í tengslum við sameiningu sveitarfélaga til að tryggja breiðari þátttöku og fá sem flestar raddir úr hinu víðfeðma sveitarfélagi, auk þess að stuðla að samfellu milli sveitarstjórnar og fastanefnda.
Á 43. fundi sveitarstjórnar, 24. apríl 2024, var samþykkt að óska eftir því að fulltrúum yrði fækkað í sjö fyrir næsta kjörtímabil. Rökstuðningurinn var sá að stjórnsýsla og stefna nýs sveitarfélags hefði nú verið mótuð og því væru ekki lengur forsendur fyrir undanþágunni eftir lok yfirstandandi kjörtímabils.
Ráðuneytið hefur samþykkt þessa beiðni og verður sveitarstjórnarfulltrúum því fækkað úr níu í sjö fyrir kjörtímabilið 2026-2030.
8.Samþykkt um stjórn og fundarsköp Þingeyjarsveitar
Málsnúmer 2206003Vakta málsnúmer
Samþykkt samhljóða.
9.Viðverustefna
Málsnúmer 2509040Vakta málsnúmer
Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi drög að viðverustefnu og felur sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að setja hana í samráð á heimasíðu sveitarfélagsins. Sveitarstjórn leggur áherslu á gott samráð og beinir því til stjórnenda að kynna drögin fyrir starfsfólki sveitarfélagsins.
Samþykkt með átta atkvæðum, Eyþór Kári situr hjá.
10.Verkfallsheimild 2026 - auglýsing um skrá yfir undanþegin störf
Málsnúmer 2512056Vakta málsnúmer
Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi lista og felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að senda hann til birtingar í B- deild Stjórnartíðinda.
Samþykkt samhljóða.
11.Atvinnuefling Þingeyjarsveitar - fjöldi stjórnarmanna
Málsnúmer 2601013Vakta málsnúmer
Samþykkt samhljóða.
12.Þorrablót í sveitarfélaginu - húsaleiga
Málsnúmer 2601020Vakta málsnúmer
Eyþór leggur fram eftirfarandi tillögu:
Ég legg til að afsláttur af húsaleigu félagsheimila í tengslum við þorrablót 2026 verði 25% í stað 50%.
Tillagan var felld með atkvæðum Önnu, Ragnhildar, Arnórs, Árna Péturs og Jónu Bjargar. Samþykkir voru Haraldur, Halldór og Eyþór. Knútur situr hjá.
Sveitarstjórn samþykkir að veita menningarstyrki til þorrablótshalds fyrir árið 2026 í formi 50% afsláttar af húsaleigu félagsheimila sveitarfélagsins og Stórutjarnaskóla. Þá verði þorrablótshald í Kiðagili styrkt um 50% af húsaleigu. Í framhaldi verði málið rýnt betur og búin til viðmið í gjaldskrá til lengri tíma sem taki mið af menningarlegu mikilvægi þorrablóta.
Samþykkt með atkvæðum Jónu Bjargar, Árna Péturs, Önnu, Arnórs og Ragnhildar. Á móti var Haraldur. Eyþór, Halldór og Knútur sátu hjá.
13.ME félag Íslands - styrkbeiðni
Málsnúmer 2601022Vakta málsnúmer
Sveitarstjórn getur ekki orðið við beiðninni að þessu sinni.
Samþykkt samhljóða.
14.Fundadagatal 2025-2026
Málsnúmer 2509018Vakta málsnúmer
Lagt er til að seinni fundur sveitarstjórnar í mars verði miðvikudaginn 25. mars en ekki fimmtudaginn 26. mars.
Samþykkt samhljóða.
15.Hálkuvarnir á þjóðvegum
Málsnúmer 2512020Vakta málsnúmer
16.Fjárhagsáætlun 2026 - viðaukar
Málsnúmer 2601031Vakta málsnúmer
Samþykkt samhljóða.
17.Iðnbær ehf. - slit
Málsnúmer 2512035Vakta málsnúmer
Samþykkt samhljóða.
18.Laugafiskur - Vöktunaráætlun
Málsnúmer 2601034Vakta málsnúmer
Samþykkt samhljóða.
19.Þjónustustefna
Málsnúmer 2512027Vakta málsnúmer
Samþykkt samhljóða.
20.2G og 3G útfösun - staða
Málsnúmer 2601021Vakta málsnúmer
"Nefndin lýsir yfir áhyggjum af fjarskiptasambandi í sveitarfélaginu. Mikilvægt er að öruggt samband sé fyrir hendi þannig að ávallt verði hægt að ná sambandi við neyðarþjónustu. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að boðaður verði fundur með Fjarskiptastofu þar sem farið verður yfir þessar breytingar og með hvaða hætti er hægt að forðast það að rof verði á sambandi í sveitarfélaginu."
Sveitarstjórn tekur undir áhyggjur atvinnu-og nýsköpunarnefndar og felur sveitarstjóra að boða Fjarskiptastofu á fund sveitarfélagsins. Jafnframt eru íbúar hvattir til að tilkynna slakt farsímasamband til Fjarskiptastofu í gegnum hlekk á vefsíðu stofunnar: https://www.fjarskiptastofa.is/fjarskiptastofa/fjarskiptainnvidir/upplysingar-fyrir-neytendur/leidbeiningar-vegna-otryggs-farnetssambands/
Samþykkt samhljóða.
21.Þingeyjarsveit - Hvati - Rafrænn frístundastyrkur
Málsnúmer 2512043Vakta málsnúmer
"Nefndin leggur til við sveitarstjórn að gengið verði til viðræðna við Abler um innleiðingu rafræns frístundastyrks og hann verði innleiddur sem fyrst á árinu 2026. Rafrænn frístundastyrkur mun auka nýtingu styrksins og einfalda utanumhald fyrir bæði notendur og starfsfólk sveitarfélagsins."
Samþykkt samhljóða.
22.Þingeyjarsveit - samningar við ungmenna-, íþrótta- og æskulýðsfélög
Málsnúmer 2209058Vakta málsnúmer
"Verkefnastjóri lagði fram drög að samsamstarfssamningi. Nefndin leggur til smávægilegar orðalagsbreytingar en samþykkir drögin að öðru leyti og vísar þeim til sveitarstjórnar til afgreiðslu."
Samþykkt samhljóða.
23.Moltugerðarvélar - verðfyrirspurn
Málsnúmer 2505077Vakta málsnúmer
"Nefndin leggur til við sveitarstjórn að útdeiling vélanna hefjist sem fyrst. Einnig samþykkir nefndin að lægsta tilboði sem barst í flutning véla verði tekið."
Samþykkt samhljóða.
24.Kvenfélag Mývatnssveitar - þorrablót í Skjólbrekku - tækifærisleyfi
Málsnúmer 2512028Vakta málsnúmer
25.Dalakofinn Laugum ehf. - umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis - veitingaleyfi
Málsnúmer 2601005Vakta málsnúmer
26.Veiðifélag Fnjóskár - aðalfundur 2024
Málsnúmer 2511029Vakta málsnúmer
27.Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi eystra - fundargerðir 2022-2026
Málsnúmer 2209048Vakta málsnúmer
Fundi slitið - kl. 14:12.
Einnig óskaði hann eftir að bæta eftirtöldum lið með afbrigðum inn á dagskrá fundarins:
- Liður 6 - Fundargerð 32. fundar fræðslu- og velferðarnefndar frá 20. janúar.
Samþykkt samhljóða.