Þingeyjarsveit - samningar við ungmenna-, íþrótta- og æskulýðsfélög
Málsnúmer 2209058
Vakta málsnúmerÍþrótta-, tómstunda- og menningarnefnd Þingeyjarsveit - 27. fundur - 03.11.2025
Um skeið hafa legið fyrir hugmyndir um samræmda samstarfssamninga sveitarfélagsins við íþróttafélögin á svæðinu. Nefndin ræðir málið áfram með hliðsjón af breytingum í íþróttahreyfingunni.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að verkefnastjóra tómstunda-, æskulýðs- og menningarmála verði falið að gera samræmda samstarfssamninga milli sveitarfélagsins og íþróttafélaganna í sveitarfélaginu.
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar - 68. fundur - 13.11.2025
Á 27. fundi íþrótta-, tómstunda- og menningarnefndar þann 3. nóvember sl. var undir dagskrárlið nr. 3 fjallað um samræmingu á samstarfssamningum á milli sveitarfélagsins og íþróttafélaganna í sveitarfélaginu. Bókun nefndarinnar er svohljóðandi:
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að verkefnastjóra tómstunda-, æskulýðs- og menningarmála verði falið að gera samræmda samstarfssamninga milli sveitarfélagsins og íþróttafélaganna í sveitarfélaginu.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að verkefnastjóra tómstunda-, æskulýðs- og menningarmála verði falið að gera samræmda samstarfssamninga milli sveitarfélagsins og íþróttafélaganna í sveitarfélaginu.
Sveitarstjórn fagnar samræmingu á samstarfssamningum við ungmenna- og íþróttafélög í sveitarfélaginu og felur verkefnastjóra tómstunda-, æskulýðs- og menningarmála að vinna málið áfram og leggja drög að samningum fyrir sveitarstjórn til afgreiðslu.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.