Íþrótta-, tómstunda- og menningarnefnd Þingeyjarsveit
Dagskrá
1.Hrútasýning 2025 - ósk um styrk
Málsnúmer 2509005Vakta málsnúmer
Fyrir íþrótta-, tómstunda- og menningarnefnd liggur styrkbeiðni frá Félagi sauðfjárbænda í Suður-Þingeyjarsýslu vegna hrútasýningar 2025 sem halda á laugardaginn 4. október n.k.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að styrkja hrútasýningu sauðfjárbænda í S-Þing um kr. 100.000,-
2.Danshópurinn Sporið - niðurfelling á leigu samkomuhúss á Breiðumýri
Málsnúmer 2509001Vakta málsnúmer
Fyrir íþrótta-, tómstunda- og menningarnefnd liggur umsókn frá danshópnum Sporið um niðurfellingu á leigu samkomuhússins Breiðumýri vegna þjóðdanssýningar sem haldin var 31. ágúst 2025
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að gera samstarfssamning við Danshópinn Sporið vegna þjóðdanssýningar á Breiðumýri. Aðkoma Þingeyjarsveitar fælist í aðkomu að húsaleigu á Breiðumýri.
3.Þingeyjarsveit - samningar við ungmenna-, íþrótta- og æskulýðsfélög
Málsnúmer 2209058Vakta málsnúmer
Um skeið hafa legið fyrir hugmyndir um samræmda samstarfssamninga sveitarfélagsins við íþróttafélögin á svæðinu. Nefndin ræðir málið áfram með hliðsjón af breytingum í íþróttahreyfingunni.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að verkefnastjóra tómstunda-, æskulýðs- og menningarmála verði falið að gera samræmda samstarfssamninga milli sveitarfélagsins og íþróttafélaganna í sveitarfélaginu.
4.Menningarmál 2025 - seinni úthlutun styrkja
Málsnúmer 2509022Vakta málsnúmer
Fyrir íþrótta-, tómstunda- og menningarnefnd liggum umsókn um styrk frá Söngfélaginu Sálubót vegna ferðar á alþjóðlega tónlistarhátíð í Vín í nóvember 2025
Íþrótta-, tómstunda- og menningarnefnd styrkir alla jafna ekki félagasamtök til utanlandsferða en þar sem fleiri umsóknir bárust ekki leggur nefndin til við sveitarstjórn að Söngfélaginu Sálubót verði veittur styrkur vegna þátttöku þeirra í alþjóðlegri tónlistarhátíð í Vín 2025 að upphæð kr. 380.000.
Samþykkt með 3 atkvæðum gegn einu, Patrycja Maria Reimus greiddi atkvæði á móti.
Samþykkt með 3 atkvæðum gegn einu, Patrycja Maria Reimus greiddi atkvæði á móti.
5.Kvenfélag Mývatnssveitar - ósk um styrk til opins fundar um málefni hinsegin fólks
Málsnúmer 2509024Vakta málsnúmer
Fyrir íþrótta-, tómstunda- og menningarnefnd liggur umsókn frá Kvenfélagi Mývatnssveitar um styrk til að halda opinn fund um málefni hinsegin fólks.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að gera samstarfssamning við Kvenfélag Mývatnssveitar vegna opins fundar um málefni hinsegin fólks í Skjólbrekku eða Reykjahlíðarskóla. Aðkoma Þingeyjarsveitar fælist í aðkomu að húsaleigu.
6.Heilsuátak - ósk eftir styrk til heilsueflandi samverustunda í Skjólbrekku
Málsnúmer 2509044Vakta málsnúmer
Fyrir íþrótta, tómstunda- og menningarnefnd liggur erindi frá Auði Filippusdóttur er varðar styrk til afnota af Félagsheimili Skjólbrekku til heilsueflandi átaks með vikulegum tímum í vetur
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að gera samstarfssamning við Auði Filippusdóttur um heilsueflandi átak í vetur. Aðkoma Þingeyjarsveitar fælist í aðkomu að húsaleigu í Skjólbrekku.
7.Ungmennafélagið Efling - samstarf við Þingeyjarsveit
Málsnúmer 2510035Vakta málsnúmer
Fyrir nefndinni liggur erindi frá Ungmennafélaginu Eflingu þar sem óskað er eftir frekara samstarfi við Þingeyjarsveit.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að verkefnastjóra tómstunda-, æskulýðs- og menningarmála verði falið að gera samstarfssamning við Umf. Eflingu með hliðsjón af öðrum samningum við íþróttafélög í sveitarfélaginu.
8.Menningarmál 2025 - seinni úthlutun styrkja
Málsnúmer 2509022Vakta málsnúmer
Fyrir ÍTM liggur umsókn um styrk frá fimm félagasamtökum þ.á.m. Kvenfélagasambandi Suður-Þingeyjarsýslu vegna samstöðufundar á Breiðumýri 24. október n.k.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að gera samstarfssamning við fulltrúa félagasamtakanna sem stóðu fyrir samstöðufundi á Breiðumýri í tilefni 50 ára afmælis kvennaverkfalls. Aðkoma Þingeyjarsveitar fælist í aðkomu að húsaleigu.
9.Músík í Mývatnssveit 2026 - umsókn um styrk vegna fyrirhugaðrar uppsetningu á gamanóperu
Málsnúmer 2510044Vakta málsnúmer
Fyrir ÍTM liggur umsókn um styrk fyrir fyrirhugaðri uppsetningu gamanóperu sem hluta af Músík í Mývatnssveit 2026
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að gera samstarfssamning við Laufeyju Sigurðardóttur vegna gamanóperu í Mývatnssveit um páska 2026 sem er hluti af Músík í Mývatnssveit. Aðkoma Þingeyjarsveitar fælist í aðkomu að húsaleigu í Skjólbrekku.
Nefndin leggur auk þess til við sveitarstjórn að Músík í Mývatnssveit 2026 hljóti styrk að upphæð kr. 500.000,-
Nefndin leggur auk þess til við sveitarstjórn að Músík í Mývatnssveit 2026 hljóti styrk að upphæð kr. 500.000,-
10.Hestamannafélagið Þjálfi - umsókn um styrk fyrir reiðnámskeið
Málsnúmer 2510070Vakta málsnúmer
Fyrir íþrótta- tómstunda- og menningarnefnd liggur umsókn um styrk fyrir reiðnámskeiði frá Hestamannafélaginu Þjálfa
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að Hestamannafélagið Þjálfi hljóti styrk að upphæð kr. 95.000,- vegna reiðnámskeiðs.
11.Ungmennafélagið Efling - umsókn um styrk til starfa félagsins
Málsnúmer 2510071Vakta málsnúmer
Fyrir íþrótta- tómstunda- og menningarnefnd liggur umsókn um styrk til íþróttastarfs frá Ungmennafélaginu Eflingu
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að Umf. Efling hljóti styrk til íþróttastarfs að upphæð kr. 655.000,-
12.Héraðssamband Þingeyinga - ársþing og ársskýrsla fyrir 2024
Málsnúmer 2506025Vakta málsnúmer
Fyrir íþrótta- og tómstundanefnd liggur til kynningar ársskýrsla Héraðssambands Þingeyinga fyrir 2024 og samþykktar tillögur.
Nefndin þakkar HSÞ fyrir greinargóða ársskýrslu.
Fundi slitið - kl. 16:00.
Formaður setti fundinn.