Fara í efni

Ungmennafélagið Efling - samstarf við Þingeyjarsveit

Málsnúmer 2510035

Vakta málsnúmer

Íþrótta-, tómstunda- og menningarnefnd Þingeyjarsveit - 27. fundur - 03.11.2025

Fyrir nefndinni liggur erindi frá Ungmennafélaginu Eflingu þar sem óskað er eftir frekara samstarfi við Þingeyjarsveit.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að verkefnastjóra tómstunda-, æskulýðs- og menningarmála verði falið að gera samstarfssamning við Umf. Eflingu með hliðsjón af öðrum samningum við íþróttafélög í sveitarfélaginu.

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar - 68. fundur - 13.11.2025

Á 27. fundi íþrótta,- tómstunda- og menningarnefndar þann 3. nóvember sl. var tekið fyrir erindi frá Umf. Eflingu þar sem óskað er eftir frekara samstarfi við Þingeyjarsveit. Eftirfarandi var bókað: "Nefndin leggur til við sveitarstjórn að verkefnastjóra tómstunda-, æskulýðs- og menningarmála verði falið að gera samstarfssamning við Umf. Eflingu með hliðsjón af öðrum samningum við íþróttafélög í sveitarfélaginu."
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar og felur sviðsstjóra fjölskyldusviðs og verkefnastjóra tómstunda-, æskulýðs- og menningarmála að gera drög að samstarfssamningi við Umf. Eflingu með hliðsjón af öðrum samningum við ungmenna- og íþróttafélög í sveitarfélaginu og leggja drög að slíkum samningum fyrir sveitarstjórn.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?