Fara í efni

Danshópurinn Sporið - niðurfelling á leigu samkomuhúss á Breiðumýri

Málsnúmer 2509001

Vakta málsnúmer

Íþrótta-, tómstunda- og menningarnefnd Þingeyjarsveit - 27. fundur - 03.11.2025

Fyrir íþrótta-, tómstunda- og menningarnefnd liggur umsókn frá danshópnum Sporið um niðurfellingu á leigu samkomuhússins Breiðumýri vegna þjóðdanssýningar sem haldin var 31. ágúst 2025
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að gera samstarfssamning við Danshópinn Sporið vegna þjóðdanssýningar á Breiðumýri. Aðkoma Þingeyjarsveitar fælist í aðkomu að húsaleigu á Breiðumýri.

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar - 68. fundur - 13.11.2025

Á 27. fundi íþrótta-, tómstunda- og menningarnefndar var tekin fyrir beiðni frá Danshópnum Sporinu um að felld verði niður húsaleiga í Þinghúsinu Breiðumýri vegna danssýningar sem haldin var 31. ágúst sl.

Nefndin bókaði: "Nefndin leggur til við sveitarstjórn að gera samstarfssamning við Danshópinn Sporið vegna þjóðdanssýningar á Breiðumýri. Aðkoma Þingeyjarsveitar fælist í aðkomu að húsaleigu á Breiðumýri."
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar og felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að afgreiða styrkveitinguna sem er í formi húsaleigu í Þinghúsinu á Breiðumýri og færist á 05-890.

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?