Fara í efni

Menningarmál 2025 - seinni úthlutun styrkja

Málsnúmer 2509022

Vakta málsnúmer

Íþrótta-, tómstunda- og menningarnefnd Þingeyjarsveit - 27. fundur - 03.11.2025

Fyrir íþrótta-, tómstunda- og menningarnefnd liggum umsókn um styrk frá Söngfélaginu Sálubót vegna ferðar á alþjóðlega tónlistarhátíð í Vín í nóvember 2025
Íþrótta-, tómstunda- og menningarnefnd styrkir alla jafna ekki félagasamtök til utanlandsferða en þar sem fleiri umsóknir bárust ekki leggur nefndin til við sveitarstjórn að Söngfélaginu Sálubót verði veittur styrkur vegna þátttöku þeirra í alþjóðlegri tónlistarhátíð í Vín 2025 að upphæð kr. 380.000.
Samþykkt með 3 atkvæðum gegn einu, Patrycja Maria Reimus greiddi atkvæði á móti.

Íþrótta-, tómstunda- og menningarnefnd Þingeyjarsveit - 27. fundur - 03.11.2025

Fyrir ÍTM liggur umsókn um styrk frá fimm félagasamtökum þ.á.m. Kvenfélagasambandi Suður-Þingeyjarsýslu vegna samstöðufundar á Breiðumýri 24. október n.k.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að gera samstarfssamning við fulltrúa félagasamtakanna sem stóðu fyrir samstöðufundi á Breiðumýri í tilefni 50 ára afmælis kvennaverkfalls. Aðkoma Þingeyjarsveitar fælist í aðkomu að húsaleigu.

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar - 68. fundur - 13.11.2025

Á 27. fundi íþrótta,- tómstunda- og menningarnefndar þann 3. nóvember sl. var tekin fyrir umsókn um styrk frá fimm félagasamtökum þ.á.m. Kvenfélagasambandi Suður-Þingeyjarsýslu vegna samstöðufundar á Breiðumýri 24. október n.k. Eftirfarandi var bókað:

"Nefndin leggur til við sveitarstjórn að gera samstarfssamning við fulltrúa félagasamtakanna sem stóðu fyrir samstöðufundi á Breiðumýri í tilefni 50 ára afmælis kvennaverkfalls. Aðkoma Þingeyjarsveitar fælist í aðkomu að húsaleigu."


Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar. Styrkur í formi húsaleigu bókast á 02-810

Samþykkt samhljóða.

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar - 68. fundur - 13.11.2025

Á 27. fundi íþrótta,- tómstunda- og menningarnefndar þann 3. nóvember sl. umsókn um styrk frá Söngfélaginu Sálubót vegna ferðar á alþjóðlega tónlistarhátíð í Vín í nóvember 2025. Eftirfarandi var bókað:

"Íþrótta-, tómstunda- og menningarnefnd styrkir alla jafna ekki félagasamtök til utanlandsferða en þar sem fleiri umsóknir bárust ekki, leggur nefndin til við sveitarstjórn að Söngfélaginu Sálubót verði veittur styrkur vegna þátttöku þeirra í alþjóðlegri tónlistarhátíð í Vín 2025 að upphæð kr. 380.000.

Samþykkt með 3 atkvæðum gegn einu, Patrycja Maria Reimus greiddi atkvæði á móti."

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar en undirstrikar að alla jafna eru utanlandsferðir félagasamtaka ekki styrktar. Styrkveitingin verður greidd af 05-860

Samþykkt samhljóða.
Getum við bætt efni þessarar síðu?