Heilsuátak - ósk eftir styrk til heilsueflandi samverustunda í Skjólbrekku
Málsnúmer 2509044
Vakta málsnúmerÍþrótta-, tómstunda- og menningarnefnd Þingeyjarsveit - 27. fundur - 03.11.2025
Fyrir íþrótta, tómstunda- og menningarnefnd liggur erindi frá Auði Filippusdóttur er varðar styrk til afnota af Félagsheimili Skjólbrekku til heilsueflandi átaks með vikulegum tímum í vetur
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að gera samstarfssamning við Auði Filippusdóttur um heilsueflandi átak í vetur. Aðkoma Þingeyjarsveitar fælist í aðkomu að húsaleigu í Skjólbrekku.