Heilsuátak - ósk eftir styrk til heilsueflandi samverustunda í Skjólbrekku
Málsnúmer 2509044
Vakta málsnúmerÍþrótta-, tómstunda- og menningarnefnd Þingeyjarsveit - 27. fundur - 03.11.2025
Fyrir íþrótta, tómstunda- og menningarnefnd liggur erindi frá Auði Filippusdóttur er varðar styrk til afnota af Félagsheimili Skjólbrekku til heilsueflandi átaks með vikulegum tímum í vetur
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að gera samstarfssamning við Auði Filippusdóttur um heilsueflandi átak í vetur. Aðkoma Þingeyjarsveitar fælist í aðkomu að húsaleigu í Skjólbrekku.
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar - 68. fundur - 13.11.2025
Á 27. fundi íþrótta,- tómstunda- og menningarnefndar þann 3. nóvember sl. var tekið fyrir erindi erindi frá Auði Filippusdóttur er varðar styrk til afnota af Félagsheimili Skjólbrekku til heilsueflandi átaks með vikulegum tímum í vetur. Eftirfarandi var bókað:
"Nefndin leggur til við sveitarstjórn að gera samstarfssamning við Auði Filippusdóttur um heilsueflandi átak í vetur. Aðkoma Þingeyjarsveitar fælist í aðkomu að húsaleigu í Skjólbrekku."
"Nefndin leggur til við sveitarstjórn að gera samstarfssamning við Auði Filippusdóttur um heilsueflandi átak í vetur. Aðkoma Þingeyjarsveitar fælist í aðkomu að húsaleigu í Skjólbrekku."
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar og felur verkefnastjóra tómstunda-, æskulýðs- og menningarmála að útfæra styrkveitingu til heilsueflandi átaks í formi húsaleigu í Skjólbrekku, einu sinni í viku í vetur.
Samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða.