Fara í efni

Íþrótta-, tómstunda- og menningarnefnd Þingeyjarsveit

28. fundur 13. janúar 2026 kl. 14:00 - 17:00 í Þingey
Nefndarmenn
  • Ósk Helgadóttir
  • Eyþór Kári Ingólfsson
  • Katla Valdís Ólafsdóttir var fjarverandi en í staðinn sat fundinn Halldór Þorlákur Sigurðsson
  • Úlla Árdal
Starfsmenn
  • Gunnhildur Hinriksdóttir
Fundargerð ritaði: Gunnhildur Hinriksdóttir
Dagskrá

1.Ungmennafélagið Efling - umsókn um styrk vegna leiksýningarinnar Ólafía

Málsnúmer 2510043Vakta málsnúmer

Fyrir ÍTM liggur umsókn um styrk frá Ungmennafélaginu Efling fyrir leiksýningunni Ólafía
Vegna mistaka í umsýslu við umsókn og afgreiðslu menningarstyrks til nefndarinnar við síðustu úthlutun vísar nefndin umsókninni til fyrri úthlutunar menningarstyrkja ársins 2026.

2.Mývetningur - ársreikningur og starfskýrsla 2024

Málsnúmer 2510068Vakta málsnúmer

Fyrir íþrótta- tómstunda- og menningarnefnd liggur til kynningar ársreikningur og ársskýrsla íþróttafélagsins Mývetnings fyrir árið 2024.
Nefndin þakkar Mývetningi framlagða reikninga og ársskýrslu.

3.Þingeyjarsveit - samningar við ungmenna-, íþrótta- og æskulýðsfélög

Málsnúmer 2209058Vakta málsnúmer

Fyrir íþrótta-, tómstunda- og menningarnefnd liggja drög að samstarfssamningum við íþróttafélög í Þingeyjarsveit ásamt vinnuskjali
Verkefnastjóri lagði fram drög að samsamstarfssamningi. Nefndin leggur til smávægilegar orðalagsbreytingar en samþykkir drögin að öðru leyti og vísar þeim til sveitarstjórnar til afgreiðslu.

4.Þingeyjarsveit - Hvati - Rafrænn frístundastyrkur

Málsnúmer 2512043Vakta málsnúmer

Fyrir íþrótta-, tómstunda- og menningarnefnd eru lagðar fram upplýsingar og verðtilboð varðandi að innleiða rafrænan frístundastyrk fyrir sveitarfélagið Þingeyjarsveit.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að gengið verði til viðræðna við Abler um innleiðingu rafræns frístundastyrks og hann verði innleiddur sem fyrst á árinu 2026. Rafrænn frístundastyrkur mun auka nýtingu styrksins og einfalda utanumhald fyrir bæði notendur og starfsfólk sveitarfélagsins.

Fundi slitið - kl. 17:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?