Stjórnskipulag Þingeyjarsveitar - beiðni um endurskoðun
Málsnúmer 2404054
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Þingeyjarsveitar - 72. fundur - 22.01.2026
Þann 3. mars 2022 veitti innviðaráðuneytið undanþágu til að fjölga sveitarstjórnarfulltrúum í sameinuðu sveitarfélagi úr sjö í níu. Undanþágan gilti í tvö kjörtímabil. Samkvæmt sveitarstjórnarlögum eru sveitarstjórnarfulltrúar að jafnaði fimm til sjö í sveitarfélögum með færri en 2.000 íbúa.
Óskað var eftir fjölgun fulltrúa í tengslum við sameiningu sveitarfélaga til að tryggja breiðari þátttöku og fá sem flestar raddir úr hinu víðfeðma sveitarfélagi, auk þess að stuðla að samfellu milli sveitarstjórnar og fastanefnda.
Á 43. fundi sveitarstjórnar, 24. apríl 2024, var samþykkt að óska eftir því að fulltrúum yrði fækkað í sjö fyrir næsta kjörtímabil. Rökstuðningurinn var sá að stjórnsýsla og stefna nýs sveitarfélags hefði nú verið mótuð og því væru ekki lengur forsendur fyrir undanþágunni eftir lok yfirstandandi kjörtímabils.
Ráðuneytið hefur samþykkt þessa beiðni og verður sveitarstjórnarfulltrúum því fækkað úr níu í sjö fyrir kjörtímabilið 2026-2030.
Óskað var eftir fjölgun fulltrúa í tengslum við sameiningu sveitarfélaga til að tryggja breiðari þátttöku og fá sem flestar raddir úr hinu víðfeðma sveitarfélagi, auk þess að stuðla að samfellu milli sveitarstjórnar og fastanefnda.
Á 43. fundi sveitarstjórnar, 24. apríl 2024, var samþykkt að óska eftir því að fulltrúum yrði fækkað í sjö fyrir næsta kjörtímabil. Rökstuðningurinn var sá að stjórnsýsla og stefna nýs sveitarfélags hefði nú verið mótuð og því væru ekki lengur forsendur fyrir undanþágunni eftir lok yfirstandandi kjörtímabils.
Ráðuneytið hefur samþykkt þessa beiðni og verður sveitarstjórnarfulltrúum því fækkað úr níu í sjö fyrir kjörtímabilið 2026-2030.